• Orðrómur

Sítrónubúðingur með bláberjasósu – Fullkominn með ferskum ávöxtum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þennan sítrónubúðing er tiltölulega auðvelt að töfra fram. Hann krefst fárra innihaldsefna og hentar vel fyrir matarboðið þar sem hægt er að búa hann til fyrirfram og geyma í kæli þar til hans er neytt. Við mælum með að bera búðinginn fram með ferskum ávöxtum, góðum smákökum eða söxuðum ristuðum hnetum.

Gott er að hafa í huga að nota stóran pott við eldunina svo að rjóminn sjóði ekki upp úr og fljóti yfir barma pottsins.

BLÁBERJASÓSA

200 g bláber
3 tsk. sykur
2 msk. vatn

- Auglýsing -

Setjið hráefni í lítinn pott og hitið að suðu. Hrærið í pottinum þar til bláberin springa og maukast. Hellið vökvanum í gegnum fíntgert sigti og hendið hratinu, látið vökvann kólna alveg.

BÚÐINGUR

500 ml rjómi
160 g sykur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
90 ml sítrónusafi
salt á hnífsoddi

Setjið rjóma, sykur og sítrónubörk í stóran pott og náið upp suðu. Sjóðið í 5 -8 mín. eða þar til sykurinn hefur leyst upp og vökvinn soðið niður. Takið pottinn af hitanum og hrærið
sítrónusafanum og saltinu saman við með písk. Setjið til hliðar og látið kólna í 15-20 mín. Hellið blöndunni í gegnum fíngert sigti og hendið sítrónuberkinum.

- Auglýsing -

Takið fram fjögur glös eða skálar og skiptið búðingnum á milli þeirra, hellið bláberjasósu yfir og kælið þar til búðingurinn er orðinn stífur, a.m.k. 3 klst. Látið standa í 10 mín. áður en búðingurinn er borinn fram.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -