Þriðjudagur 19. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sjö góð bakstursráð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér koma nokkur góð ráð sem koma sér vel þegar á að fara að baka.

 

1.Góðir bakarar nota gjarnan fleiri en eitt ráð þegar kemur að því að athuga hvort kakan er bökuð. Hvernig kakan lítur út, hvernig hún lyktar og hvernig hún er viðkomu.

2. Stundum á maður ekki stærðina á forminu sem gefin er upp í uppskriftinni. Þá þarf að hafa í huga að þegar stærðinni er breytt breytist bökunartíminn. Stærra form getur þýtt skemmri bökunartíma og minna form lengri.

3. Notið alltaf egg við stofuhita. Ef þið eruð í tímahraki er gott að leggja þau í heitt vatn úr krananum í skál í 5 mínútur. Svampbotnar og kökur þar sem egg og sykur eru þeytt saman heppnast miklu betur ef eggin eru ekki köld.

4. Til að koma í veg fyrir að kaka falli er gott ráð að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínútur af bökunartímanum.

5. Passið vel að skálin sem á að þeyta eggjahvíturnar í sé alveg hrein. Örlítil fita í skálinni getur orðið til þess að hvíturnar stífna ekki. Eggjahvítur verða að vera alveg aðskildar frá rauðunum, smávegis arða af rauðu getur eyðilagt allt.

- Auglýsing -

6. Uppskriftin kallar á mjúkt smjör og smjörið er glerhart í ísskápnum. Gott ráð er að raspa á rifjárni það magn af smjöri sem þarf í uppskriftina.

7. Það er mikið atriði að lesa vel yfir alla uppskriftina áður en byrjað er að baka. Síðan skulið þið taka allt til sem er í uppskriftinni. Sumum finnst gott að raða hráefninu upp í þeirri röð sem á að nota það. Farið síðan yfir tímann sem gefinn er í baksturinn. Það er ekki gaman að lenda í tímaþröng og kakan ekki tilbúin í ofninum.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -