• Orðrómur

Sjóðandi heitir hamborgarar og geggjaður grillmatur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grillblað Gestgjafans er komið út, pakkað af fjölbreyttu efni sem gagnast grillurum um land allt!

Sjóðandi heitir hamborgarar, geggjað grillað meðlæti ásamt gómsætum sósum og salsa eru meðal efnis. Í blaðinu eru krassandi kjötréttir á grillið sem fá bragðlaukana til að dansa og við kennum ykkur að hægelda svínarif að hætti suðurríkja Bandaríkjanna.

Fiskur verður æ vinsælli á grill landsmanna og að sjálfsögðu bjóðum við upp á nokkrar góðar og einfaldar fiskuppskriftir.

Að auki eru réttir með einstaklega gómsætum og spennandi pítsum sem munu slá í gegn í grillveislum sumarsins. Góð grillráð ásamt fjölbreyttum fróðleik um mat er að finna í þessu stútfulla og litríka blaði. Áhugaverð grein um kanadísku sælkeraborgina Montréal ásamt innliti á veitingahús og vínsíðum Dominique, þetta og margt, margt fleira!

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -