Sjúklega góð og einföld möndlukaka með bláberjum

Deila

- Auglýsing -

Þetta er frábær kaka að skella í með lítilli fyrirhöfn en ekki þarf að nota hrærivél til að búa til deigið sem getur verið kostur. Kakan er dásamlega mjúk að innan en með stökka skorpu og hún fékk mjög góða dóma í tilraunaeldhúsi Gestgjafans, svo góða að hún kláraðist á nokkrum mínútum.

 

MÖNDLUKAKA MEÐ BLÁBERJUM
u.þ.b. 10 sneiðar

180 g möndlumjöl
60 g gróft kókosmjöl
200 g sykur
70 g hveiti
¼ tsk. salt
4 egg
200 g smjör, brætt og haft við stofuhita
1 ½ tsk. vanilludropar
rifinn sítrónubörkur af 2 sítrónum
150 g bláber
10 g möndluflögur, til að bera fram ef vill

Smyrjið 23 cm kökuform og klæðið með smjörpappír. Hitið ofn í 180°C. Setjið möndlumjöl, kókosmjöl, sykur, hveiti og salt saman í skál og hrærið þar til allt er vel samlagað. Setjið eggin í aðra skál og hrærið lauslega saman. Bætið bræddu smjöri, vanilludropum og sítrónuberki saman við eggin og hrærið þar til allt hefur samlagast vel

Hellið eggjablöndunni saman viðþurrefnin ásamt 100 g af bláberjum

Hellið deigblöndunni í formið og dreifið úr restinni af bláberjunum ofan á deigið. Bakið kökuna í miðjum ofni í 50-55 mín. eða þar til kökuprjónn kemur hreinn út ef honum er stungið í kökuna.

Fylgist vel með kökunni í lokin á bökunartímanum þar sem mörg egg eru í kökunni og getur hún farið frá því að vera mjúk í miðjunni yfir í að vera aðeins of bökuð á skömmum tíma.

Látið kökuna kólna í forminu í 30 mín. áður en hún er tekin úr.

Berið kökuna fram volga með rjóma, ef vill, eða látið hana kólna alveg.

- Advertisement -

Athugasemdir