• Orðrómur

Sjúklega góðir sveppir með spínatfyllingu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grænn og gómsættur réttur sem gleður bragðlaukana.

Spínatfylltir sveppir, hugsaður sem annað hvort smáréttur eða meðlæti
fyrir 8

4 meðalstórir portobello-sveppir
200 g spínat
3 msk. olía
1 lítill rauðlaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
5 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
2 msk. furuhnetur
1 msk. basil, saxað
3 msk. brauðrasp
2 eggjarauður
svartur, nýmalaður pipar
sjávarsalt
4 msk. fetaostur

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 210°C. Setjið spínatið í sigti og skolið vel. Sjóðið vatn í katli eða potti og hellið yfir spínatið í sigtinu. Kreystið mesta vökvann úr spínatinu, skerið það fremur gróft og setjið til hliðar. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn, tómatana og furuhneturnar í u.þ.b. 5 mínútur. Blandið nú spínatinu saman við og steikið áfram í 1-2 mínútur. Setjið afganginn af hráefninu, nema fetaostinn, saman við spínatblönduna og blandið vel saman. Kryddið blönduna með pipar og saltið. Penslið sveppina með örlítilli olíu, fyllið þá svo með spínatblöndunni og setjið fetaostinn ofan á. Bakið sveppina í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til fetaosturinn er orðinn svolítið brúnn. Berið sveppina fram sem smárétt eða forrétt með salati og brauði. Portobello-sveppir eru stórir þannig að hálfur sveppur á mann er í raun nóg. Einnig mætti nota minni sveppi en þá er bökunartíminn svolítið styttri.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -