Sjúklega gott og einfalt sítrónu-rækjupasta

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Góðir pastaréttir þurfa ekki að vera flóknir. Ef keyptur er frystur skelfiskur má flýta fyrir þiðnuninni með því að leggja skelfiskinn í volgt vatn sem skipt er á nokkrum sinnum en skelfiskur þiðnar fljótt. Pasta eitt og sér með chili-olíu eða góðu pestói er oft borið fram sem máltíð á Ítalíu og ef hráefnið er gott þá gengur slík máltíð fullkomlega upp.

 

Hér er einfaldur og sumarlegur pastaréttur sem tekur stuttan tíma að skella í og svíkur ekki bragðlaukana. Mörgum Ítölum finnst það vera helgispjöll að bera parmesanost fram með sjávarétttapasta svo hér brýt ég heldur betur reglurnar en parmesanostur gerir bara alla rétti betri.

Risarækju-sítrónupasta
fyrir 4

500 g linguine
3 msk. matarolía
3 msk. smjör
2 pakkar risarækjur, þiðnar
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 tsk. sítrónubörkur
4 msk. sítrónusafi
2 hnefafylli spínat
1 hnefafylli fersk basilíka
100 g parmaseanostur, rifinn
salt
nýmalaður svartur pipar
1 sítróna

Setjið vatn í stóran pott, saltið vel og hitið vatnið að suðu og sjóðið pastað samvæmt leiðbeiningum á pakka, á meðan er rétturinn útbúinn. Hitið olíuna og smjörið á pönnu og steikið rækjurnar 2-3 mínútur á hvorri hlið, bragðbætið með salti og pipar og bætið svo hvítlauknum og chili-aldini saman við og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar, passið að laukurinn brúnist ekki. Þegar pastað er tilbúið takið þá u.þ.b. 1 ½ dl af pastavatni og geymið. Setjið pastað saman við rækjurnar og bætið sítrónuberki, sítrónusafa, spínati og basilíku saman við, blandið öllu vel saman á pönnunni og bætið við pastavatninu, gott að nota tangir til að gera þetta. Smakkið réttinn til með pipar og salti eða bætið við sítrónu eða öðru sem ykkur dettur í hug. Setjið á diska og sáldrið parmaseanosti yfir og skreytið með svolítilli basíliku og berið fram með sítrónusneiðum eða bátum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -