• Orðrómur

Skyldueign fyrir alla sem elska að grilla

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjasta blað Gestgjafans er komið út og það er algjör skyldueign fyrir alla sem elska að grilla. Þema blaðsins er götumatur og grill og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í grillþætti blaðsins er að finna fjölbreyttar og spennandi uppskriftir. Safaríkar steikur, gómsætur grillaður maís og fiskur er meðal þess sem kemur við sögu. Réttirnir eru allir fremur einfaldir en gefa þó ekkert eftir í bragði.

Fallegu diskarnir á nýju forsíðunni koma frá versluninni mixmix reykjavik. Mynd/ Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Í blaðinu finnur þú einnig uppskriftir að spjótum á grillið en þau eru alltaf vinsæl enda þægileg í eldamennsku og bjóða upp á endalausa möguleika.

Mynd/ Hákon Davíð.

Við bjóðum lesendum svo í indverska smáréttaveislu þar sem Folda eldaði rétti frá götum Indlands. Þá horfði hún til ákveðins flokks innan indverskrar götumatarmenningar sem ber yfirheitið „chaat“. Það er notað til að lýsa flokki af réttum sem eiga það sameiginlegt að uppfylla langanir okkar í eitthvað sætt, salt, stökkt og sterkt. Við mælum hiklaust með þessum réttum.

- Auglýsing -

Vatnsdeigsbollur með kremfyllingu og kirsuberjum. Mynd/ Hákon Davíð

Í blaðinu má einnig finna uppskriftir að ljúffengu sætmeti frá hinum ýmsu heimshornum, meðal annars uppskrift að taílenska réttinum Khao Niaow Ma Muang, sem eru kókoshrísgrjón og mangó. Einnig uppskrift að ítalska eftirréttinum Zeppole Di San Giuseppe, það eru vatnsdeigsbollur með kremfyllingu og kirsuberjum.

Hildigunnur og Silla deila með lesendum uppskriftum. Myndir/ Hákon Davíð

- Auglýsing -

Við spjöllum við þær Þær Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur en þær stofnuðu veitingaþjónustuna Sónó matseljur. Þær segja okkur frá fyrirtækinu auk
þess að deila með lesendum ljúffengum grænkerauppskriftum. „Það er svo gaman að fá að upphefja jurtir sem eru oft og tíðum taldar illgresi og flokkaðar sem óæskilegur og árásargjarn gróður sem þarf að útrýma,“ segir Silla sem notar íslenskar jurtir í miklum mæli til að bragðbæta matinn.

Kunsang hjá Dragon Dim Sum deilir með lesendum uppskriftum. Mynd/ Hákon Davíð

Eggert G. Þorsteinsson segir okkur frá Dragon Dim Sum sem hefur slegið rækilega í gegn. Staðurinn var opnaður sem „pop up“-veitingastaður síðasta sumar en viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hann er því ekkert á förum. „Ég verð að viðurkenna að ég var sjálfur ekki öruggur um að þetta myndi virka en eiginlega frá fyrsta degi sáum við að það virtist vera eitthvert gat á íslenska markaðinum fyrir stað sem þennan.“

Við spjöllum við kokkinn Barða Pál. Mynd t.v./ Young Mee Rim

Gestgjafinn kíkir svo í heimsókn á færeyska veitingastaðinn KOKS sem er með tvær Michelin-stjörnur. Kokkurinn Barði Páll Júlíusson segir það mikil forréttindi að fá að vinna á þessum einstaka stað. Starfið segir hann krefjandi en vel þess virði, enda er falleg náttúra alltumlykjandi, hráefnið eins ferskt og það gerist og mikill metnaður er lagður í skapa ógleymanlega upplifun fyrir gestina.

Þennan skemmtilega kokteil köllum við Sólarupprás. Mynd/ Hallur Karlsson

Kokteilaunnendur finna svo skemmtilegan kokteilaþátt í blaðinu þar sem heitir og bragðmiklir kokteilar sem gefa krydd í tilveruna eru í brennidepli. Einnig er fróðleikur um vín í blaðinu, til dæmis um grunn í vínpörun. Þetta og miklu meira í nýja blaðinu.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -