Slippbarinn besti kokteilabarinn

Deila

- Auglýsing -

Slippbarinn var valinn besti kokteilabarinn á Íslandi á verðlaunahátíð Bartenders’ Choice Awards um síðustu helgi á Grand Hótel í Stokkhólmi, Svíþjóð.

Slippbarinn var valinn besti kokteilabarinn á Íslandi ásamt því að fá viðurkenningu fyrir besta kokteilaseðilinn hér á landi.

Fjallkonan fékk viðurkenningu fyrir að vera besti nýi kokteilbarinn. Besti veitingastaðurinn var Matbar og besta andúmsloftið er á Veður samkvæmt niðurstöðu dómnefndar.

Jónas Heiðarr á Jungle fékk viðurkenningu sem besti barþjónn Íslands.

Bartenders’ Choice Awards verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2010. Þar eru barir og barþjónar á norðurlöndunum verðlaunuð en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er með.

Allar niðurstöður dómnefndar Bartenders’ Choice Awards má sjá á vef þeirra.

 

- Advertisement -

Athugasemdir