• Orðrómur

Sniðugar lausnir á tímum kórónaveirunnar þar sem útlit og notagildi spila saman

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eigandi ítalska veitingastaðarins Dante í New York var í óðaönn að undirbúa opnun nýs Dante-staðar í borginni þegar kórónaveirufaraldurinn skall á fyrr á árinu.

Eftir langa biðstöðu og áherslubreytingar hefur nýi staðurinn nú verið opnaður með breyttu sniði. Upprunalegum áætlunum um skipulag staðarins var breytt því núna snýst allt um að tryggja öryggi viðskiptavina á COVID-tímum.

Linden Pride, eigandi Dante, hefur hlotið mikil lof fyrir þær lausnir sem nýttar eru á staðnum þar sem notagildi og útlit haldast í hendur.

- Auglýsing -

Útisvæði staðarins er í notkun á meðan innisvæðið er áfram lokað. Skilrúmin á útisvæðinu hafa þá vakið athygli en Pride lét sérsmíða falleg skilrúm sem tryggja að viðskiptavinir geti auðveldlega haldið fjarlægð við aðra gesti staðarins.

Á Instagram-síðu Dante segir að það séu ýmsar hindranir í veginum á kórónuveirutímum en að undanfarið hafi starfsfólk Dante einblínt á að finna lausnir. Þannig hafi þessi smekklegu skilrúm orðið til sem heilbrigðiseftirlitið í New York gaf toppeinkunn.

View this post on Instagram

There has been no shortage of challenges for restaurants, since COVID laid siege on our city. We have worked so hard to evolve our business, to continue to provide nourishment for our community, and a livelihood to our team. It’s been a time of great innovation, I must say! Even more than that, it’s been an incredible coming together for our team. We truly have so much to be grateful for. If you’ve dined at either of our restaurants lately, you would have seen these beautiful table dividers hand painted by Mark, an outstanding sign writer by trade – the dividers provide an extra level of caution for our diners, beyond the recommendations outlined by the CDC and Department of Health. Plus I think they actually add some beautiful detail to the (outdoor) dining room!

A post shared by Dante NYC (@dantenewyorkcity) on

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -