Sniðugir hlutir til að gera í Amsterdam |

Sniðugir hlutir til að gera í Amsterdam

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ert þú á leiðinni til Amsterdam? Hér eru nokkrar hugmyndir að hlutum sem hægt er að gera og skoða í borginni.

 

9 straatjes eða strætin níu er æðislegur partur af Amsterdam í Joordan hverfinu. Strætin níu saman standa af níu götum sem liggja hlið við hlið rétt fyrir aftan Dam Square. Þar er mikið af litlum skemmtilegum búðum og frábært fyrir þá sem langar að versla en vilja forðast helstu verslunargöturnar. Hverfið er fullt af sætum kaffihúsum og flottum veitingarhúsum þar sem auðveldlega er hægt að eyða heilum degi í að skoða sig um og njóta.

Pönnukökur eru vinsælar í Amsterdam og mikið af stöðum sem selja bæði sætar og ósætar pönnukökur. Hollensku pönnukökurnar eru þunnar og líkari crépes eða íslensku pönnukökunum frekar en þeim amerísku. The Pancake bakery er pönnukökustaður frá árinu 1973 og er elsti pönnukökustaðurinn í Amsterdam. Hann er staðsettur á Prinsengracht sem er rétt hjá húsi Anne Frank. Staðurinn er þekktur meðal íbúa og ferðamanna en hér er hægt að fá bæði klassískar pönnukökur með rjóma og óhefðbundnar með ýmsu kjöti og ostum.

Vondelpark er stærsti almenningsgarður í Amsterdam. Hann opnaði fyrir almenning árið 1865 og tekur nú á móti um 10 milljónum gesta á ári. Garðurinn er vinsæll bæði á meðal ferðamanna og íbúa. Algengt er að Hollendingar fari í garðinn til að stunda líkamsrækt eða með nesti til þess að slaka á í grasinu.

Það er virkilega gaman að leigja hjól og hjóla um garðinn í góðu veðri.

Nokkuð er um leikvelli, vötn og kaffihús í garðinum og er mjög góður staður til þess skoða með börnum. Hægt er að leigja hjól eða fara í túr um garðinn, en síðan er æðislegt að ganga um garðinn, leggjast í grasið með nesti og njóta náttúrunnar sem garðurinn hefur upp á að bjóða.

Myndir / Unsplash

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Elskar ostapinna

Berglindi Hreiðarsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslensku mataráhugafólki. Bloggsíðan hennar Gotterí og gersemar er stútfull af...