2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Snöggsteiktur austur-asískur kjúklingaréttur

Kjúklingur er þægilegt og gott hráefni sem hentar í marga rétti enda er hann vinsæll meðal Íslendinga. Hér er frábær uppskrift sem innblásinn er af matargerð Austur-Asíu en hérlendis fæst mikið úrval af alls konar kryddum og sósum frá álfunni. Þessi réttur flokkast undir svokallaða „stir-fry“ eða snöggsteikta matargerð.

 

Kung Pao-kjúklingur

fyrir 4

60 ml hrísgrjónaedik
60 ml sojasósa
1 msk. maíssterkja (maizena)
1,2 kg kjúklingalæri án beins, snyrt og skorin í miðlungsstóra bita
1 msk. olía
7 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 msk. engifer, fínt saxað
100 g salthnetur
3 msk. balsamedik
8 heilir þurrkaðir chili (fæst í asískum matvörubúðum) eða 1 msk. þurrkaðar chili-flögur
hvít hrísgrjón, soðin
ferskur kóríander

Blandið saman í skál hrísgrjónaediki, sojasósu og maíssterkju þar til allt hefur samlagast vel. Blandið kjúklingnum saman við og látið marinerast í 30 mín. Hitið olíu á stórri pönnu á miðlungsháum hita.

AUGLÝSING


Setjið vorlauk, hvítlauk og engifer á pönnuna. Eldið saman í 3 mín. eða þar til hvítlaukurinn er byrjaður að gyllast. Hrærið í allan tímann. Bætið kjúklingnum á pönnuna og eldið saman þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Blandið hnetum, balsamediki og chili saman við kjúklinginn og eldið í 2 mín. til viðbótar.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum og ferskum kóríander.

Lestu meira

Annað áhugavert efni