2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Souvenir Restaurant fær Michelin stjörnu

Hjónin Vilhjálmur Sigurðarson og Joke Michiel sem reka staðinn Souvenir Restaurant í bænum Ghent í Belgíu tóku við sinni fyrstu Michelin stjörnu við hátíðlega athöfn í gær.

Þessu greindu þau frá í færslu á Facebook og þökkuðu þar fyrir stuðninginn.

Einnig er fjallað um Michelin stjörnuna á vef belgíska miðilsins HLN. Þar segir m.a. að tvö ár eru liðin síðan staðurinn opnaði og nú hafi þau hlotið Michelin stjörnu. Þar er haft eftir Vilhjálmi að upphaflega hafi hann ætlað að stoppa stutt í Belgíu en að hlutirnir hafi þróast þannig að hann „festist“.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni