2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sparilegt pasta sem ærir bragðlaukana

Ef þú ert í stuði fyrir smá kolvetni þá er fátt betra en að skella í fljótlegan og góðan pastarétt. Þessi er flottur í helgarmatinn enda humar einstaklega sparilegt hráefni.

 

Humar-tagliatelle
Fyrir 4

5 msk. olía
400 g humar, skelflettur
salt og nýmalaður pipar
3 hvítlauksgeirar
½ chili-pipar, fræhreinsaður og sneiddur
400 g litlir tómatar, saxaðir
1 dl hvítvín
1 dl fiskisoð (vatn og fiskiteningur)
500 g tagliatelle
100 g sýrður rjómi eða 1 dl rjómi
salt og nýmalaður pipar
hnefafylli steinselja, söxuð

Steikið humarinn í 2 msk. af olíu, saltið og piprið og setjið til hliðar. Steikið hvítlauk heilan ásamt chilipipar í 3 msk. olíu. Bætið tómötum út í og látið sjóða þat til tómatarnir hafa mýkst vel upp og samlagast olíunni. Bætið hvítvíni í og látið sjóða í 5 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað aðeins. Bætið þá fiskisoði í og látið sjóða í aðrar 5 mín. Fjarlægið hvítlaukinn úr sósunni og bætið steiktum humar og sýrðum rjóma í hana, látið hitna í gegn. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið Rana tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkanum og hellið því síðan í gegnum sigti og setjið í skál. Hellið sósunni yfir pastað og stráið ferskri steinselju og parmesanosti yfir.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Bragi Þór Jósepsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni