2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Spennandi fróðleikur um te í nýjasta blaði Gestgjafans

Te er einn vinsælasti drykkur í heimi og ýmiskonar fræði fylgja tegundum þess og neyslu. Hvernig á til dæmis að geyma te og hvernig tegund af tei passar með hvaða fæðutegundum? Að auki hafa jurtirnar sem eru uppistaða í tei um árabil verið notaðar til heilsubótar.

 

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er skemmtleg umfjöllun um te. Þar kemur meðal annars fram að te í lausu þarf að geyma á réttan hátt þar sem það er viðkvæmt fyrir birtu, lofti og raka. Þurrkuð telauf eru eins og svampur, soga í sig alls konar ilm- og bragðtegundir sem þau komast í snertingu við og því mikilvægt að geyma þau í lofttæmdum umbúðum, á köldum þurrum stað.

Þar eru einnig grunnleiðbeiningar að tepörun með mat sem er jafnmikilvæg og vínpörun en rétta teið með máltíð getur lyft matarupplifuninni á annað plan. Tilgangurinn með því að para te og mat saman er að ná fram hámarksbragðgæðum af bæði matnum og drykknum.

Í blaðinu gefum við líka dæmi innihaldsefni sem þú ættir að sækjast eftir í teinu þínum til hressingar. Til að bæta svefninn er til dæmis mælt með kaffifífilsrót, lofnarblóm, kamilla og rauðrunni.

AUGLÝSING


Ítarlega grein um te má finna í 2. tbl. 2020 Gestgjafans.
Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Lestu meira

Annað áhugavert efni