2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Spennandi kræsingar og skemmtileg stemning í anda Kristínar Dahlstedt

Í gær var veitingahúsið Fjallkonan opnað í Hafnarstræti 1-3. Staðurinn dregur nafn sitt af veitingahúsi frumkvöðulsins og kvenskörungsins Kristínar Dahlstedt sem stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld, frá árinu 1905.

 

Kristín Dahlstedt.

Kristín fæddist árið 1876 og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. Þegar hún flutti heim frá Danmörku opnaði hún sitt eigið veitinga- og gistiheimili sem nefndist Fjallkonan.

Fjallkonan færði Íslendingum spennandi kræsingar og skemmtilega stemningu sem eigendur nýja staðarins vilja endurvekja.

AUGLÝSING


Á bak við Fjallkonuna er teymi sem á rætur sínar að rekja til veitingastaðanna Tapas Barsins, Sushi Social, Apotek Restaurant og Sæta Svínsins.

Fjallkonan er fallega innréttaður og þar ríkir notaleg stemmning, það var Leifur Welding sem hannaði staðinn.

Lestu meira

Annað áhugavert efni