• Orðrómur

Spínat-cannelloni ostaveisla

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ómótstæðilegur ítalskur réttur.

Spínat-cannelloni ostaveisla.

Spínat-cannelloni ostaveisla
fyrir 6Tómatsósa:
3 msk. ólífuolía
1 rauðlaukur, saxaður
5 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
2 dósir heilir plómutómatar, t.d.
frá Cirio
2 msk. sykur
2 msk. edik
2 tsk. þurrkað óreganó
1 tsk. herbes de Provence
salt og nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna á pönnu eða í potti og steikið laukinn og hvítlaukinn við meðalhita, passið að láta ekki laukinn brenna. Hellið tómötunum í pottinn ásamt restinni af hráefninu og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 25-30 mínútur, ágætt er að skera eða mauka tómatana ofan í pottinum. Þegar sósan er tilbúin setjið hana þá í botninn á stóru eldföstu móti.

- Auglýsing -

Fylling:
400 g spínat
50 g parmesanostur, rifinn
350 g kotasæla
150 g rjómaostur
½ tsk. múskat
1 dl basilíka, fínt söxuð
salt og svartur nýmalaður pipar
250 g cannelloni

Hitið vatn í katlinum og setjið spínatið í stórt sigti. Hellið vatninu yfir spínatið og kreistið vel allan vökva frá þegar það hefur kólnað nóg til að hægt sé að meðhöndla það. Þetta þarf væntanlega að gera nokkrum skrefum. Skerið spínatið gróft niður og blandið því saman við restina af hráefninu. Fyllið cannelloni með spínatblöndunni, það er best að gera það með sprautupoka. Raðið hverju fylltu cannelloni ofan á sósuna í eldfasta mótinu.

Ofan á:
250 g kotasæla
5 msk. sýrður rjómi
80 g rifinn parmesanostur
100 g rifinn mozzarella-ostur

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman í skál kotasælunni og sýrða rjómanum, kryddið með pipar og saltið. Hellið sósunni ofan á cannelloni og sáldrið parmesan- og mozzarella-ostinum yfir allt. Eldið í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til efsti hlutinn hefur brúnast vel. Ágætt er að taka réttinn úr ofninum og leyfa honum að kólna svolítið í nokkrar mínútur. Berið fram með fersku salati, rifnum parmesanosti og svörtum pipar.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Kristinn Magnússon

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -