Starfsmenn ÓX handrenndu matardiskana sjálfir

Deila

- Auglýsing -

Starfsmenn ÓX restaurant handrenndu matardiska úr leir í gær.

 

Það er óhætt að segja að veitingastaðurinn ÓX restaurant sé nokkuð óvenjulegur staður þar sem óhefðbundnar leiðir eru gjarnan farnar. Nýjasta dæmið eru nýir matardiskar staðarins sem starfsmenn ÓX handrenna sjálfir.

Starfsmenn ÓX sýndu fylgjendum sínum á Facebook frá því í gær þegar þeir handrenndu matardiska úr leir undir handleiðslu leirlistamanns.

Öðruvísi og falinn

ÓX restaurant er 11 sæta veitingastaður sem er svolítið falinn á bak við Sumac Grill og Drinks á Laugavegi 28 en til að komast á hann er gengið inn á Sumac og í bakherbergi.

ÓX restaurant opnaði formlega í apríl 2018. Þar er allur matur eldaður fyrir framan gesti sem fá allir það sama. Ein­ung­is er hægt að kaupa miða á net­inu til að fá sæti og er staðurinn opinn miðviku­daga til laug­ar­dags.

Hugmyndasmiður ÓX er Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og eigandi staðarins.

 

- Advertisement -

Athugasemdir