• Orðrómur

Steik fyrir sælkera

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jólin eru sá tími sem fólk er hvað vanafastast með sinn mat en alltaf er gaman að reyna að koma á óvart með einhverjum litlum nýjungum, þarf ekki að vera mikið; ný sósa, nýr kryddhjúpur á kjötið eða nýjar kartöflur. Um að gera er að festast ekki alltaf í því sama. Hér er jólasteikin færð í nýjan búning.

Fátt jafnast á við góða lambasteik.

INNBAKAÐ LAMB MEÐ SVEPPUM OG BEIKONI
fyrir 4
Hérna er á ferðinni réttur sem er í líkingu við Wellington-naut sem er vel þekktur nautaréttur en í stað nautsins nota ég lamb og í stað hráskinkunnar nota ég beikon. Þessi réttur er mjög hátíðlegur og fullkominn fyrir fólk sem vill ekki naut eða vill hreinlega breyta aðeins til.

800 g lambainnralæri, í 200 g steikum
1 askja sveppir, saxaðir
200 g þykkar beikonsneiðar, skornar í litla bita
10 g brauðraspur
15 g steinselja
4 blöð smjördeig
1 egg
olía
salt og pipar

- Auglýsing -

Hitið ofn í 200°C. Steikið sveppina og beikonið þar til það verður vel stökkt, bætið brauðraspinum og steinseljunni saman við og kælið þetta síðan. Brúnið lambakjötið vel á heitri pönnunni á öllum hliðum í 3 mín. Takið af og leyfið að rjúka aðeins úr því. Skerið smjördeigið í tvo hluta, þannig að þið fáið 8 bita, og fletjið það örlítið út með kefli. Komið fyllingunni fyrir á smjördeigsbita, leggið steikina ofan á og setjið meiri fyllingu ofan á kjötið. Setjið annan bita af smjördeigi yfir og þéttið vel með endunum allan hringinn. Endurtakið þar til þið hafið fengið nógu margar steikur. Penslið með eggi, setjið á plötu og bakið í 20 mín. Takið út og leyfið að hvíla í 8 mín. áður en skorið.

Umsjón / Hinrik Carl Ellertsson
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Nýtt blað Gestgjafans er komið út og að þessu sinni erum við á vorlegum nótum. Blaðið er...

Ljúffeng pekanhnetubaka með þeyttum rjóma

Þessi ljúffenga pekanhnetubaka er fullkomnuð með þeyttum rjóma. Er ekki alveg tilvalið að baka smá um helgina? Pekanhnetubaka fyrir...

Fljótlegur fingramatur í veisluna – Jalapeno- og paprikukúlur

Það er alltaf skemmtilegt að bjóða upp á fingramat í bland við stærri rétti á hlaðborðinu. Hér...

Heit beikonídýfa sem klárast alltaf í veislum

Brauðréttirnir eru þeir réttir sem yfirleitt hverfa fyrst í veislum og boðum enda prýðilegt mótvægi við dísætar...

Páskamaturinn í aðalhlutverki – Fjölbreytt, ferskt og flott

Nýjasti Gestgjafinn er kominn út en í þessu skemmtilega blaði leika páskasteikur og geggjað meðlæti stórt hlutverk.Gott...

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

Hver elskar ekki franskar? Hér kemur uppskrift að spennandi og djúsí rétti þar sem beikon og blámygluostur...

Mexíkóskar pönnsur sem krakkarnir elska – Réttur sem smellpassar í frystinn

Hagsýnir heimilisrekendur eiga alltaf eitthvað tiltækt í frystinum sem auðvelt er að grípa til þegar lítill tími...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -