Stjörnukokkurinn John Lawson eldar fyrir gesti á Mathúsi Garðabæjar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn virti John Lawson hefur áður sýnt Íslendingum hæfni sína en það var á Food&fun-hátíðinni árið 2017 og nú er hann kominn aftur og ætlar að töfra fram dásamlega rétti nk. föstudagskvöld á Mathúsi Garðabæjar.

John er fær í eldhúsinu en áhuga hans á matreiðslu má rekja til þess að faðir hans rak krá á Bretlandi þar sem hann dvaldi oft og fylgdist með. Þessi snjalli kokkur býr yfir meira en 12 ára reynslu á ýmsum af virtustu matsölustöðum heimsins. Fyrsta starf hans í geiranum var á fjölskyldureknu veitingahúsi í Toulouse í Frakklandi en síðan lá leiðin til Bretlands og Bandaríkjanna.
John hefur m.a. starfað sem yfirkokkur á veitingahúsum Gordon Ramsey en hann hefur einnig starfað á bæði tveggja og þriggja stjörnu Michelin- stöðum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann býr að franskri reynslu sinni og leggur ríka áherslu á stað- og árstíðarbundið hráefni sem hann vinnur úr með nútímalegum og skapandi hætti en þó með einfaldleikann að leiðarljósi þar sem allt hráefnið fær að njóta sín.

Á Mathúsinu mun þessi hæfileikaríki kokkur bjóða upp á fjögurra rétta matseðil ásamt vínpörun en einnig verður leynigestur á staðnum sem spennandi verður að sjá hver er. Þetta er áhugaverður viðburður sem sælkerar og áhugafólk um mat ætti ekki að láta farm hjá sér fara. Fjögurra rétta matseðillinn kostar 6.900 kr. og vínpörunin er á 5.900 kr.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Ætar plöntur

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur fræðir lesendur um nokkrar ætar plöntur.   „Skjaldflétta er klifurblóm sem skartar appelsínugulum blómum, hún er...

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -