• Orðrómur

Sturlaðir smáréttir og kokteilar – Áramótapartíið er í Gestgjafanum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljúffengir smáréttir og fallegir kokteilar fullkomna áramótateitið. Þessi áramót verða klárlega með breyttu sniði en ljúffengur matur og drykkir eru samt ómissandi. Í „best off“-blaðinu okkar finnur þú afar skemmtilegar uppskriftir að kokteilum og smáréttum sem henta til að skála fyrir árinu 2021.

Þú finnur fjölmargar uppskriftir að smáréttum og kokteilum í best off blaðinu.

Sem dæmi má nefna þennan skemmtilega rétt sem þú getur reddað á núll einni. Við deilum hér uppskriftinni en mælum með að þú nælir þér í eintak af „best off“-blaðinu þar sem þú finnur fleiri geggjaðar uppskriftir.

- Auglýsing -

Þessi réttur er einstaklega einfaldur en hér skiptir máli að nota gæða salami og góða ólífuolíu. Tilvalinn réttur með fordrykk.

SALAMI-BITAR MEÐ SÍTRÓNU
OG MÖNDLUM

fyrir 4-6 sem smáréttur

500 g salami, skorið í þunnar sneiðar
60 g möndlur, án hýðis
1 sítróna, börkur, rifinn fínt
½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
50-60 ml ólífuolía
2-3 msk. basilíkulauf, skorin gróft

- Auglýsing -

Setjið salami í grunna skál ásamt möndlum og rífið sítrónubörk yfir.
Sáldrið svörtum pipar og ólífuolíu yfir og blandið basilíkulaufum
saman við.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Hallur Karlsson

salamiredding á núll einni

- Auglýsing -

margir geggjaðir smáréttir í áramótapartíið

kokteilar

spennandi gin kokteill

Mynd / Hallur Karlsson

Þú finnur uppskriftina að þessum skemmtilega smárétt í nýja blaðinu.

Skál fyrir nýju ári! Mynd / Hallur Karlsson

Geggjaðir smáréttir í áramótapartíið. Kíktu á best off blaðið okkar. Mynd / Hallur Karlsson

Sjá einnig: Bestu uppskriftir ársins 2020 – samantekt sem sælkerar bíða spenntir eftir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -