2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Styttist hugsanlega í að íslenskir grænkerar geti fengið sér veganborgara hjá KFC

Þann 2. janúar bættist veganborgari á matseðilinn á öllum KFC stöðum Bretlands. Á vefsíðu KFC í Bretlandi segir að grænkerar hafi beðið lengi eftir þessari nýjung.

Veganborgarinn er sagður bragðast eins og kjúklingaborgari KFC án þess þó að vera gerður úr kjúklingakjöti né innihalda dýraafurðir.

Þessar fréttir hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. En hvað með Ísland, munu íslenskir grænkerar bráðum lagt leið sína á KFC?

„Við höfum vissulega áhuga á að skoða þessa tilteknu vöru sem KFC í Bretlandi er að prufa og höfum um nokkurt skeið beðið eftir vegan borgara sem við getum djúpsteikt,“ segir Barbara Kristín Kristjánsdóttir, talsmaður KFC á Íslandi, í svari sínu við fyrirspurn Mannlífs. „Ég hef trú á því að innan skamms getum við boðið upp á vegan kost á öllum okkar stöðum,“ segir Barbara bjartsýn

Lestu meira

Annað áhugavert efni