Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Súkkulaðið fyrirgefur svo margt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Segja má að frumkvöðullinn Eva Michelsen hafi fengið áhuga á kökugerð í vöggugjöf enda alin upp í bakaríi föðurfjölskyldunnar. Hún er sérstaklega flink að vinna með súkkulaði og í nýjasta tölublaði Gestgjafans, 4. tbl. 2020, gefur hún okkur uppskrift að heimagerðum páskaeggjum.

 

„Ég geng oftar en ekki undir nafninu „kökugerðarkonan“ á vinnustöðum enda alltaf að koma með einhverjar tilraunir til vina og vinnufélaga,“ segir Eva hlæjandi en hún heldur úti vefsíðunni kokudagbokin.is og hefur gaman af að bjóða fólki upp á hvers kyns veitingar.

„Svo eru auðvitað nánustu vinir og ættingjar duglegir að koma með alls konar áskoranir að sérhönnuðum tertum og konfekti fyrir hin ýmsu tilefni. Ég gat svo að sjálfsögðu ekki sleppt því að gera eigin brúðartertu síðasta sumar þegar við hjónin létum loks pússa okkur saman.“

Súkkulaði leikur í höndunum á Evu Rún Michelsen og í 4. tbl. Gestgjafans er uppskrift að þessu flotta páskaeggi. Mynd/Unnur Magna

Eva hefur gaman að því að vinna með súkkulaði og segir nauðsynlegt að vanda til verka og velja vel þegar kemur að þessu vinsæla hráefni. „Þegar er verið að steypa í mót skiptir temprunin öllu máli til að ná stökku og fallega gljáandi súkkulaði. Mér finnst mikilvægt að vinna með gæðasúkkulaði því lokaafurðin verður betri, ég nota til dæmis ekki súkkulaðihjúp eða þess háttar hráefni. Það skemmtilega við súkkulaðið er að það fyrirgefur margt og oftast hægt að byrja upp á nýtt svo lengi sem það kemst ekki vatn í það eða það brennur vegna of mikils hita.“

„…ég nota til dæmis ekki súkkulaðihjúp eða þess háttar hráefni.“

Einnig er hægt að gera lítil egg og konfektegg. Mynd/Unnur Magna

Eva segir að páskarnir hennar snúist yfirleitt um að slaka á og njóta góðs matar. „Nokkrum sinnum hef ég komið fjölskyldunni á óvart og sett saman páskaegg úr uppáhaldssúkkulaði hvers og eins og fyllt með uppáhaldsmolum. Best er að hafa þau ekki of stór og velja innihaldið vel því það hefur áhrif á bragð eggjanna, súkkulaði dregur nefnilega í sig lykt og bragð,“ segir Eva sem gefur uppskrift að heimagerðum páskaeggjum í nýjasta tölublaði Gestgjafans.

Eva Michelsen gefur okkur uppskrift að heimagerðum páskaeggjum sem finna má í páskablaðinu.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -