• Orðrómur

Súkkulaðisírópið sem gerir vöffluna ómótstæðilega

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er eitthvað svo einstaklega notalegt við lyktina sem fyllir loftið á heimilinu þegar vöfflur og pönnukökur eru útbúnar. Nældu þér í nýjasta blað Gestgjafans en þar finnur þú uppskriftir að gómsætum vöfflum, bæði sætum og ósætum og eitthvað öðruvísi, til að mynda kimchi-vöfflur og ostavöfflur með steiktu eggi.

Í vöffluþættinum er einnig að finna uppskrift að djúsí súkkulaðivöfflum með súkkulaðisírópi og hér deilum við með lesendum uppskriftinni að sírópinu gómsæta.

Súkkulaðisíróp

125 ml hunang
55 g sykur
125 ml vatn
50 g dökkt súkkulaði, skorið smátt

- Auglýsing -

Setjið hunang, sykur og vatn í lítinn pott og hafið á vægum hita. Hrærið í blöndunni þar til sykurinn er uppleystur. Hækkið undir pottinum og hrærið súkkulaði saman við þar til allt hefur samlagast vel. Komið upp að suðu og látið malla í 4-5 mín. eða þar til sírópið hefur þykknað. Takið af hitanum og setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

Sjá einnig: Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Mynd/ Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -