Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Sumarleg ísterta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á sólbjörtum dögum jafnast ekkert á við góða ístertu með kaffinu. Þær eru ferskar, góðar og gleðja alltaf. Hér er uppskrift að einstakri sumarístertu í boði Gestgjafans.

Ísterta með kaffimarens. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ísterta með kaffimarens
fyrir 12

Marensbotnar
2 tsk. espressó-skyndikaffiduft
1 msk. sjóðandi vatn
4 eggjahvítur
¼ tsk. cream of tartar
¼ tsk. salt
2 dl sykur
1 tsk. vanilludropar

Stillið ofn á 130°C. Blandið saman kaffidufti og heitu vatni, setjið til hliðar og látið kólna. Setjið eggjahvítur, cream of tartar og salt saman í hrærivélarskál og þeytið saman. Þegar blandan byrjar að stífna er sykri bætt saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið blönduna þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að blandan hreyfist nokkuð til. Bætið þá vanilludropum og kaffiblöndunni út í og blandið vel saman. Búið til tvo botna úr deiginu með því að teikna tvo hringi í þeirri stærð sem tertan á að vera í (u.þ.b. 20-25 cm í þvermál) á bökunarpappír. Skiptið deiginu í tvennt, dreifið því innan hringjanna og bakið í 1 ½ klst. Slökkvið þá á ofninum og látið botnana vera áfram inni í a.m.k. 1 klst. Látið þá kólna alveg áður en bökunarpappírinn er tekinn af.
Athugið að baka þarf báða botnana í einu, í blástursofni er það lítið mál en ef ekki er blásturstilling á ofninum þarf að koma þeim saman fyrir á einni plötu. Eins má helminga uppskriftina, baka bara einn marensbotn og hafa hann þá á milli íslaganna.

Samsetning
1 l súkkulaðiís
1 l vanilluís eða karamelluís
50 g pekanhnetur, gróft skornar

Ofan á
2 ½ dl rjómi, þeyttur
kokteilber til skrauts

Hrærið súkkulaðiísinn mjúkan. Bætið pekanhnetunum út í. Hrærið vanilluísinn mjúkan. Setjið annan marensbotninn á disk sem þolir frost og dreifið súkkulaðiísnum varlega yfir. Setjið hinn botninn ofan á og síðan vanilluísinn þar ofan á. Breiðið plastfilmu yfir og setjið í frysti í a.m.k. 1 klst. Þegar kakan er borin fram er þeyttum rjóma dreift yfir hana og hún skreytt með kokteilberjum.

Ráð

  • Látið ísinn aðeins taka sig við stofuhita þannig að gott sé að hræra hann í hrærivél eða með þeytara.
  • Gott er að nota smelluform sem passar utan um marensbotnana til þess að fá kökuna jafna og fallega
  • Gott er að miða stærð tertunnar við smelluform heimilisins, þannig er hægt að nota það til þess að fá hana jafna og fallega. Setjið einfaldlega formið utan um neðri marensinn á diskunum (ekki nota botninn af forminu) og setjið tertuna saman eins og lýst er. Þegar tertan er tekin úr frysti er auðvelt að losa um hana með því að renna hníf inn eftir forminu.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -