Svalaðu þorstanum eins og ráðherra

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Umtalaður hittingur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og vinkvenna hennar, hefur verið í brennidepli undanfarna daga. Ljósmynd sem vinkonuhópurinn birti af sér síðustu helgi fór sem eldur um sinu á Netinu en á myndinni mátti sjá vinkonurnar stilla sér upp með Aperol-spritz í hönd.

Þórdís og vinkonur hennar gæddu sér á Aperol Spritz.

Aperol Spritz er sáraeinfaldur kokteill, ferskur og bragðgóður. Drykkinn hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár.

Svona blandar þú Aperol Spritz

1,5 dl Prosecco
1 dl Aperol
sódavatn (ekki bragðbætt) til að fylla upp í

Aðferð:

Hellið á klaka og skreytið með appelsínusneið.

Um Aperol

Aperol er bitter eða beiskur drykkur sem leit fyrst dagsins ljós í Feneyjum 1919. Nafnið kemur frá franska orðinu „apéro“ sem er stytting fyrir „fordrykkur“ (apéritif, á ítölsku aperitivo). Aperol inniheldur 11% alkóhól, í honum eru m.a. beiskar appelsínur, gullvandarrót (gentiane) og rabarbari.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -