Svalandi sumardrykkur

Deila

- Auglýsing -

Sumarlegur og fallegur drykkur sem fljótlegt er að útbúa þegar sólin lætur sjá sig.

 

Limoncello-sumardrykkur

fyrir 4

2-3 dl frosin hindber
4-6 greinar fersk mynta
200 ml limoncello
600-700 ml prosecco eða annað freyðivín

Setjið hindber og myntu í fallega könnu og hellið limoncello yfir. Fyllið upp með freyðivíni og hrærið létt í.

Umsjón/Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Stílisti/Ólöf Ernudóttir Jakobína

- Advertisement -

Athugasemdir