• Orðrómur

Sveppasalat með blámygluosti, fetaosti og kryddjurtum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Algengt er að við festumst í sama meðlætinu með grillmatnum hvert ár. Þó svo að bakaða kartaflan og hvítlaukssósan standi alltaf fyrir sínu er um að gera að stíga út fyrir þægindarammann þetta grillsumarið.

 

Sveppasalat með blámygluosti, fetaosti og kryddjurtum

fyrir 2-4

400 g sveppir, skornir gróflega niður
2 msk. olía
2 msk. smjör
5-6 greinar ferskt timían, laufin tekin af og söxuð smátt
u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
80 g góður blámygluostur, mulinn niður
½ hreinn fetaostur, mulinn niður
1 hnefafylli steinselja, söxuð gróflega niður
½ hnefafylli ferskt estragon, laufin tekin af stilkunum og skorin gróflega niður
rifinn börkur af u.þ.b. 1 sítrónu

- Auglýsing -

Hitið pönnu á háum hita með olíu og smjöri. Steikið sveppina þar til þeir eru gullinbrúnir á lit. Steikið sveppina í skömmtum ef ekki er nægilegt pláss á pönnunni fyrir sveppina án þess að þeir leggist ofan á hvor aðra, bætið við meira af olíu og smjöri ef þarf. Þegar allir sveppirnir eru steiktir setjið þá alla sveppina saman á pönnuna ásamt timían og bragðbætið með salti. Setjið sveppina í skál og látið kólna örlítið. Myljið ostana saman við sveppina og blandið kryddjurtum saman við ásamt rifnum börk af sítrónu. Bragðbætið með salti og sítrónuberki.

Stílisti / Nanna Teitsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -