• Orðrómur

Svona eldarðu geggjaðan rétt á 25 mínútum!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi réttur er sérlega fínlegur og passar t.d. um helgar þegar lítill tími er til stefnu en þig langar samt sem áður að dekra við þig.

Kjúklingapasta með brúnu smjöri og salvíu (25 mínútur)
fyrir 4

Í þessum rétti má skera kjúklingabringurnar í tvennt, endilangt, til að flýta enn frekar fyrir eldunartímanum. Salvía hefur ekki mikið verið notuð hérlendis en hún passar einstaklega vel með brúnuðu smjöri.

- Auglýsing -

250 g rigatoni-pasta
3 msk. ólífuolía
600 g kjúklingabringur, 4 stykki
35 g hveiti
150 g ósaltað smjör, skorið í bita
1 hnefafylli af salvíu, laufin tekin af greinunum
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
½ sítróna, börkur notaður rifinn
parmesanostur til að rífa yfir réttinn í lokin

Eldið pastað í 6-8 mínútur eða þar til það er al dente. Sigtið pastað og hellið 1 msk. af ólífuolíu á það svo það festist ekki saman. Hitið miðlungsstóra pönnu með 2 msk. af ólífuolíu. Takið kjúklingabringurnar og dustið þær með hveiti á meðan pannan er að hitna. Byrjið á því að steikja bringurnar öðrum megin í 8 mínútur, snúið þeim svo við og steikið áfram í 3 mínútur. Takið bringurnar af pönnunni og setjið til hliðar. Hellið afgangsolíunni af pönnunni og bætið við smjöri, salvíu, salti og pipar á pönnuna. Eldið saman í 1 mínútu eða þar til smjörið er byrjað að brúnast. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og eldið áfram í 3 mínútur, notið skeið til að hella smjöri yfir kjúklinginn á meðan hann er að eldast. Skerið kjúklinginn í bita þegar hann er eldaður í gegn. Setjið pastað á diska og kjúklingabitana á pastað. Hellið salvíusmjörinu af pönnunni yfir pastað. Rífið yfir sítrónubörk og parmesanost.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -