Svona galdrar þú fram geggjaðan bröns um helgina!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Viltu skella í brjálæðislega góðan bröns um helgina? Hér er skemmtilegur réttur með chorizo-pylsum sem allir ættu að geta eldað heima.

Chorizo-eggjakaka með papriku og osti
fyrir 2

3 msk. ólífuolía
2-3 kartöflur, skrældar og skornar í litla teninga
50-60g chorizo-pylsa, sterk eða mild
1 rauð paprika, skorin í litla teninga
½ rauðlaukur, saxaður fremur smátt
4 egg
2 msk. basilíka, söxuð
30 g rifinn cheddar-ostur eða annar bragðmikill ostur
nýmalaður svartur pipar
gróft sjávarsalt

Hitið olíuna á pönnu og steikið kartöfluteningana í u.þ.b. 8-10 mínútur eða þar til þeir hafa brúnast á öllum hliðum og eru eldaðir í gegn.Takið kartöflurnar af með spaða og setjið á eldhúspappír. Steikið pylsuna í 3-4 mínútur á báðum megin eða þar til þær hafa brúnast vel, takið af pönnunni og steikið laukinn og paprikuna í okkar mínútur og takið af pönnunni. Sláið eggin saman, kryddið með pipar og saltið. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og steikið við meðalhita þar til eggjakakan er nánast elduð í gegn en samt svolítið blaut að ofan. Setjið kartöflurnar, chorizo, laukinn og paprikuna ofan á helminginn af eggjakökunni og sáldrið cheddar-ostinum yfir og kryddið vel með pipar og saltið. Látið vera á pönnunni við fremur vægan hita þar til osturinn fer að bráðna, berið þetta þá fram eins og hálfmána og sáldrið smávegis af basilíku yfir í lokin.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -