Pörusteik er á borðum margra um hátíðirnar enda alger sælkera matur með brúnnu sósu, kartöflum og rauðkáli en eldunin getur vafist fyrir mörgum. Hér eru nokkur skotheld ráð sem koma að góðu gagni til að puran verði stökk og kjöti safaríkt.
Svínasíða elduð í kjúklinga- og lauksoði
fyrir 4-6
3 kg svínasíða með fitu
1 msk. ólífuolía
5 greinar rósmarín, saxað smátt
2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í tvennt
2 laukar, afhýddir og skornir í tvennt
salt
500 ml kjúklingasoð
Hitið ofn í 220°C. Setjið kjötið á hreint vinnuborð og látið fituna snúa upp. Skerið langsum meðfram fitunni með litlum beittum hníf, hafið 1 cm á milli. Skerið djúpt í fituna en ekki þannig að hnífurinn fari í kjötið.
Sjóðið um 1 lítra af vatni og hellið sjóðandi vatninu yfir fituna á kjötinu. Þetta hjálpar til við að opna fituna þannig að hún verður stökkari í eldunarferlinu. Þerrið kjötið vel og smyrjið puruna og kjötið með ólífuolíu, nuddið sjávarsalti og rósmaríni í sárin sem voru skorin í fituna.
Takið fituna frá með fingrunum til að ná salti og rósmaríni alveg inn í sárin. Dustið aðeins saltið frá fitunni.
Setjið laukinn í ofnskúffu eða stórt eldfast mót og látið sárin snúa niður. Leggjið svínasíðuna ofan á laukinn svo kjötið snerti ekki botninn á mótinu.
Eldið kjötið á 220°C í 20 mín. eða þar til fitan á kjötinu er orðin gullinbrún og stökk. Setjið helminginn af kjúklingasoðinu í bakkann og eldið áfram í 10 mín. Lækkið því næst í ofninum í 130°C og setjið afganginn af kjúklingasoðinu í bakkann með kjötinu.
Eldið kjötið í 3 klst. Takið kjötið út á 30 mín. fresti og hellið smávegis af soðinu yfir það.
Takið kjötið úr ofninum og látið það hvíla í 15 mín. áður en það er skorið. Hellið soðinu úr bakkanum yfir í pott og sjóðið niður um helming. Berið sósuna fram með kjötinu ásamt meðlæti að eigin vali.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson.
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir