2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sykruð ber og blóm á kökuna

Sykruð ber og blóm setja skemmtilegan svip á kökuna.

Afar fallegt er að sykra ávexti og blóm, það gefur svona rómantískan ævintýrablæ á kökuna. Ekki er erfitt að gera slíkt, það eina sem þarf er sykur, eggjahvítur, góður pensill, kökugrind, eldhúsrúlla og nokkrir klukkutímar í bið.

Þetta er það sem þarft til.

Setjið 2 eggjahvítur í skál og 2-3 msk. strásykur í aðra skál. Penslið ber, eins og jarðarber, hindber og brómber, með eggjahvítunum og veltið þeim upp úr sykrinum, setjið á grind.

Þegar rifsberjaklasar eru sykraðir getur verið ágætt að strá smávegis af sykri á eldhúsrúllu, þannig er auðveldara að húða allan klasann og sykurinn í skálinni verður ekki allur í kögglum.

AUGLÝSING


Hafið varleg handtök þegar blómin eru meðhöndluð.

Mörg blóm eru æt, eins og túlípanar, rósir og stjúpur, en nauðsynlegt er að þvo þau og þerra vel áður en þau eru sykruð. Hafið varleg handtök þegar blómin eru meðhöndluð en það er gert á sama máta og berin.

Sykruðu blómin og berin þurfa u.þ.b. 4 klukkustundir til að þorna alveg.

Sykruð ber og blóm geymast í nokkra daga í kæli.

Myndir / Kristinn Magnússon

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni