Syndsamlega góð súkkulaðimús

Eftirréttur sem hentar við bæði hversdagsleg og hátíðleg tilefni.

Súkkulaðimús
fyrir 6
150 g dökkt súkkulaði
150 g rjómasúkkulaði
3 egg, aðskilin
2 ½ dl rjómi, léttþeyttur

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Passið að það hitni ekki um of. Bætið eggjarauðum út í. Stífþeytið hvítur og bætið í súkkulaðið fyrst smávegis og síðan allar hvíturnar. Bætið léttþeyttum rjóma saman við. Hellið í skálar. Berið fram með rjómatopp og fallegu skrauti.

Hér er brætt súkkulaði sett í kramarhús úr bökunarpappír eða plastpoka og sprautað í munstur á álpappírsklædda plötu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni