2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sýnir gerð kokteila með norrænu tvisti

Um helgina veður danski kokteilabarþjónninn Selma Slabiak, sem býr og starfar í New York, með pop-up á veitingastaðnum Skál! á Hlemmi. Hún verður mætt á föstudags- og laugardagskvöldið klukkan 18 og mun hrista sína vinsælustu drykki. Í gegnum drykkina segir hún sögu norðurslóða.

 

Sérgrein Selmu er að búa til og hanna drykki sem eiga rætur að rekja til norrænna hráefna og aðferða.

Hún er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til New York árið 2007 til að láta ljós sitt skína í kokteilaheiminum. Síðan þá hefur hún verið yfir barþjónn á Michelin-verðlaunaða veitingastaðnum ASKA sem er í Brooklyn og starfar undir nýnorrænum áhrifum. Einnig hefur hún tekið til hendinni á Donna Cocktail Club og öðrum svölum stöðum í Brooklyn og Manhattan.

Í bók Selmu, Spirit of the North – cocktails and stories from Scandinavia, eru störf hennar rakin og áhugi hennar á hráefnum og jurtum frá köldum slóðum. Virkilega áhugaverður viðburður fyrir áhugafólk um kokteila.

AUGLÝSING


Hvar: Skál! Hlemmi
Hvenær: Helgina 22.-23. nóvember, frá klukkan 18 og fram á kvöld.

Lestu meira

Annað áhugavert efni