Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Takið á móti gestum með fordrykk og nasli um áramótin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það setur flottan tón að bjóða gestum upp á fordrykk og smávegis nasl þegar þeir koma í heimsókn. Það gefur einnig gestgjafanum aukatíma til að klára að undirbúa matinn og brúar bilið á milli þess að gestir ganga inn og er boðið til borðs.

 

Aperol drykkur

Fjörugur Aperol-drykkur

60 ml gin
60 ml Aperol-kryddvín
60 ml appelsínudjús eða blóðappelsínudjús
120 ml tónik
klakar
appelsínubörkur, til skrauts

Látið vökvann í glas ásamt klakanum. Hrærið saman með langri skeið. Skerið væna sneið úr appelsínu og kreistið yfir drykkinn áður sneiðin er látin í.

Athugið: Hafið einnig nóg úrval af óáfengum drykkjum á boðstólum, fyrir þá sem ekki vilja drekka áfengi,  ásamt hefðbundnum áramótadrykkjum, svo sem kampavíni eða freyðivíni. Auk gosdrykkja er úrval af góðum ávaxtasafa í flestum verslunum og gott er að bjóða líka upp á heita drykki, eins og t.d. heitan eplamjöð, fyrir kaldar flugeldaskyttur.

Ólífuídýfa

Ólífuídýfa

- Auglýsing -

140 g grænar ólífur fylltar með sítrónu
70 g rjómaostur
40 xx majónes
2 msk. smátt saxaður rauðlaukur
2 msk. vökvinn af ólífunum
nýmalaður svartur pipar

Sigtið vökvann frá ólífunum en gætið þess að geyma 2-3 msk. Saxið ólífurnar og blandið saman við restina af hráefninu. Bragðbætið með pipar og vökvanum af ólífunum eftir smekk. Berið fram með bragðlitlum flögum eða kexi.

Eitt og annað til að dýfa í dýfuna

- Auglýsing -

Crostini – skerið langt franskt brauð í þunnar sneiðar, penslið með smjöri eða kryddsmjöri og bakið í ofni þar til sneiðarnar eru stökkar.

Pítubitar – skerið pítubrauð í ræmur, hitið í ofni.

Sneiðar úr formbrauði – ristið skorpulaust formbrauð í vél eða ofni og skerið í þríhyrninga eða skerið út með smákökumótum, í hringi, stjörnur, hjörtu o.s.frv.

Tortillas – skerið út með litlu hringlaga móti, eða skerið í sneiðar og penslið með smjöri.  Stráið sesamfræjum, parmesan osti eða grófu salti ofan á og bakið í ofni við háan hita í stutta stund.

Hrátt grænmeti – gúrkur, sellerí, gulrætur og kúrbítur, skorið eftir endilöngu; radísur skornar í sneiðar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -