2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Það vilja allir vatnsdeig í dag“

„Það vilja allir vatnsdeig í dag,“ segir Ásgeir Sandholt, bakari í Sandholt Bakaríi í morgunútvarpi RÁS 2. Ásgeir byrjaði að undirbúa sig fyrir bolludaginn fyrir þremur vikum. Hann segir að áður fyrr hafi það ekki verið hægt en í dag sé hægt að frysta og safnað vatnsdeigsbollum á lager.

Hann segir að fjölbreytnin sé mikil þegar kemur að bolluúrvali í íslenskum bakaríum en að flestir viðskiptavinir vilji „klassíkina“. Ásgeir segir vatnsdeigsbollur vera vinsælastar.

Að sögn Ásgeirs voru nánast bara gerbollur og vínarbrauðsbollur í boði áður fyrr. Þá var vatnsdeigið „spari“ þar sem hráefniskostnaður var mikill að sögn Ásgeirs en nú er öldin önnur.

Spurður út í hver hans uppáhaldsbolla sé nefnir hann hindberjabollu. Í hana er notað hvítt súkkulaði með frostþurrkuðum hindberjum. Hann segist þá frekar borða smakkprufur heldur en heilar bollur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni