Þessi drykkur tryggði Jóhanni sigur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það var Jóhann B. Jónasson, barþjónn hjá Eiriksson Brassarie, sem sigraði sumarkokteilakeppni Finlandia á sunnudaginn. Hann deilir með lesendum uppskrift að þessum ferska kokteil.

Keppnin var á milli þeirra tíu barþjóna sem komust áfram úr forkeppninni. Íslensk dómnefnd fór svo á milli vinnustaða barþjónanna og smakkaði drykkina og gaf stig. Eftir að stigin voru tekin saman kom í ljós að drykkurinn „Grapefruit & Tonic“ tryggði Jóhanni sigur.

Hann deilir uppskriftinni með lesendum.

„Grapefruit & Tonic“

60ml Finlandia Grapefruit Vodka
30ml greipsíróp (uppskrift fyrir neðan)
2 skvettur Bittermens hopped grapefruit bitters
200ml Fever-Tree Mediterranean tonic

Borið fram í stóru vínglasi, fyllt með klaka og hrært saman.
Skreytt með þurrkaðri sneið af greipaldin og sprota af myntu.

Uppskrift af greipsírópinu

300ml ferskur greipsafi
300ml ferskur sítrónusafi
10gr grape börkur
450gr hvítur sykur

Sameinið safa og sykur í potti og látið ná suðu.
Þegar suðan kemur upp takið af hellunni og bætið berkinum við og látið hann marinerast á meðan lögurinn kólnar.
Sigtið sírópið og setjið á flösku.

Jóhann kom verðlaunagripnum vel fyrir á barnum á Eiriksson Brasserie.

Keppendur sem komust í úrslit voru:

  • Grétar Mattíhas, Grillmarkaðnum
  • Jóhann B. Jónasson, Eiríksson Brassarie
  • Tiago Jorge, Sushi Social
  • Daniel Kava, Sushi Social
  • Austumas Maliauskas, Pablo Discobar
  • Ísak Friðriksson, Bastard
  • Elísa Rún Geirdal, Sæta Svínið
  • Andrzej Bardzinski, Public House
  • Svandís Frostadóttir, Sushi Social/Club Austur
  • Emil Þór Emilsson, Sushi Social

Myndir / Ómar Vilhelmsson

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Svalaðu þorstanum eins og ráðherra

Umtalaður hittingur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og vinkvenna hennar, hefur verið í brennidepli...