• Orðrómur

Þessi er rosaleg – Súkkulaði- og saltkaramellubaka

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er mun auðveldara er að gera karamellu en margir halda og því ekkert því til fyrirstöðu að skella í nokkrar karamellukræsingar. Þessi baka er rosaleg!

Súkkulaði- og saltkaramellubaka
fyrir 6-8

SALTKARAMELLA

250 ml rjómi
50 g ósaltað smjör
330 g sykur
125 ml vatn
1 tsk. sjávarsalt
sjávarsalt, til að
sáldra yfir kökuna

- Auglýsing -

BÖKUBOTN

25 g gott kakó
225 hveiti
125 g ósaltað smjör
80 g flórsykur
3 eggjarauður
1 msk. ískalt vatn
SÚKKULAÐIKREM
150 g 70% dökkt
súkkulaði
125 ml rjómi

SALTKARAMELLA

- Auglýsing -

Setjið rjóma og smjör saman í lítinn pott og komið upp að suðu. Takið af hitanum og setjið til hliðar. Setjið sykur og vatn saman í miðlungsstóran þykkbotna pott og stillið á lágan hita. Hrærið í blöndunni þar til sykurinn er uppleystur. Hækkið undir pottinum og setjið sykurmæli í blönduna. Hitið blönduna í 10-12 mín. án þess að hræra eða þar til blandan nær 150°C og rafgyllt karamella hefur myndast. Takið pottinn af hitanum og hrærið saltið og rjómablönduna rösklega saman við. Setjið pottinn aftur á hitann og eldið áfram í 2 mín. þar til karamellan hefur þykknað örlítið.

BÖKUBOTN

Ef ekki er til matvinnsluvél á heimilinu er hægt að gera þetta deig í höndunum með því að blanda þurrefnunum og smjörinu fyrst saman þangað til það líkist brauðmylsnu og bæta því næst restinni af hráefnunum saman við. Setjið kakó, hveiti, smjör og flórsykur saman í matvinnsluvél og blandið saman þar til blandan líkist brauðmylsnu. Hafið vélina í gangi og hellið eggjarauðum saman við ásamt vatni og vinnið saman þar til allt hefur samlagast vel. Setjið deigið á hreint vinnuborð með örlitlu hveiti og mótið deigið í kúlu. Setjið deigið á disk og þrýstið örlítið í það með lófanum, setjið plastfilmu yfir og kælið í 1 klst. Hitið ofn í 180°C.

- Auglýsing -

Rúllið deigið út á milli tveggja arka af smjörpappír þar til það er u.þ.b. 3 mm þykkt. Smyrjið 24 cm bökuform með lausum botni og leggið deigið yfir formið. Snyrtið endana og þrýstið deiginu örlítið upp að köntunum. Stingið í botninn með gaffli og kælið í 30 mín. Leggið bökunarpappír yfir deigið og fyllið formið með bökunarkúlum eða hrísgrjónum og bakið í 15 mín. Fjarlægið pappírinn og bökunarkúlurnar eða hrísgrjónin og bakið áfram í 10 mín. Takið úr ofninum og látið kólna í forminu. Hellið saltkaramellunni yfir bökubotninn og kælið í 2-3 klst.

SÚKKULAÐIKREM

Setjið súkkulaði og rjóma saman í lítinn pott yfir lágan hita. Hrærið í blöndunni reglulega þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við rjómann. Takið af hitanum og látið standa í 10 mín. eða þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hellið súkkulaðikreminu yfir saltkaramelluna í forminu og kælið í 1-2 klst. Takið úr kæli og sáldrið yfir örlitlu sjávarsalti. Látið bökuna ná stofuhita áður en hún er borin fram

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -