Þetta eru 50 bestu barir heims

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hópur sælkera hefur valið hótelbarinn Dandelyan í London sem besta bar heims árið 2018.

Árlega birtist nýr listi yfir 50 bestu bari heims á vefnum World‘s 50 Best Bars og í upphafi þessa mánaðar var nýjasti listinn opinberaður.

Þetta árið er það hótelbarinn Dandelyan sem vermir fyrsta sætið. Það er bar Mondrian-hótelsins í London. Barinn er afar glæsilegur en hönnuðurinn Tom Dixon sá um innanhússhönnunina. Drykkjarlistinn þykir þá einstaklega fjölbreyttur og mikil áhersla er lögð á gott andrúmsloft á barnum með réttu tónlistinni og lýsingunni.

Listinn er byggður á atkvæðum frá rúmlega 500 drykkjarsérfræðingum sem fá að kjósa sjö bari hver eftir rannsóknarvinnu.

Barir í 26 borgum úr 20 löndum komust á lista í þetta sinn. Bandarískir og breskir barir eru áberandi á listanum en 10 barir frá hvoru landi náðu á listann.

Þess má geta að í öðru sæti er American Bar í London. Í því þriðja er Manhattan í Singapore og í því fjórða er The Nomad í New York. Listann má skoða í heild sinni á vefnum World‘s 50 Best Bars.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira