• Orðrómur

Þetta þarftu að hafa í huga þegar hátíðarvínin eru valin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vínin með hátíðarmatnum geta skipt miklu sköpum til að undirstrika og draga fram það besta í máltíðinnni en flestir sem eitthvað þekkja til vína vita að gott vín getur gert matinn enn betri. Það vefst aftur á móti fyrir mörgum að velja hátíðarvínið og að mörgu er að hyggja enda íslenskur jólamatur fjölbreyttur og margir bjóða upp á fleiri en eina gerð af kjöti og meðlæti og stundum getur verið erfitt að para vín við hangikjöt svo dæmi sé tekið. Hér eru nokkur góð ráð til að auðvelda valið á vínum með jólasteikinni.

Nokkur ráð við val á víni við hátíðarmáltíð:

1. Jafnvægi verður að ríkja á milli matseðils og vínsins (eða vínanna): þumalputtareglan er að þegar hráefnið í matnum er eðal, verður vínið að vera eðal einnig. Dýrt kjöt eða dýrt hráefni – því dýrara vín.

2. Hugsa um meðlæti: sæta í meðlætinu breytir til dæmis áhrifum vínsins á steikina, svo og hvítlaukur, laukur, balsamedik eða sósan. Sætan kallar á mjúk tannín (t.d. þroskuð spænsk vín eða merlotblöndu) en tannínrík vín verða mýkri með söltuðum mat. Sýrurík hvítvín mildast við sýruríkan mat.

- Auglýsing -

3. Sumar þrúgur eiga betur við ákveðna rétti: ljóst kjöt (kalkúnn, kjúklingur, svínakjöt) á ótrúlega vel við hvítvín, sérstaklega eikað og með suðrænum blæ, en líka með merlot eða tannínmjúkum vínum eins og koma frá Nýja heiminum, eða cabernet-merlot blöndur (Bordeaux).

4. Hugsa út fyrir kassann: pinot gris-hvítvín með hamborgarhrygg er besta dæmið um að ekki þurfi alltaf rauðvín með kjöti, crianza eða ungt (joven) tempranillo frá Spáni með saltfiski er síðan besta dæmið um rauðvín með fiski. Hvítt eða rautt eiga einnig bæði heima á borðinu með ostum.

Nokkrar hugmyndir en langt frá því tæmandi:

– nautasteik: cabernet er þrúgan og Bordeaux fágaðasta dæmið en líka Rioja reserva, Ribera del Duero, malbec, Rhône, betri vínin úr syrah og margt fleira.
– lambasteik: Bordeaux- og Reserva-vínin frá Spáni klikka aldrei en margar aðrar tegundir fara mjög vel með lambakjötinu.
– svínakjöt: purusteik og cabernet-merlot t.d. frá Chile eða Beaujolais Villages, hamborgarhryggur og Alsace pinot gris.
– önd, gæs, rjúpa: léttara og fíngerðara með önd svo sem pinot noir, Búrgúnd, Languedoc-vín en þéttari með gæs eða rjúpu: Evrópu cabernet sauvignon, malbec, blöndur með syrah/shiraz.
– hangikjöt: rautt öl, eins og Móri, er alltaf best eða álíka, en fyrir þá sem vilja endilega rauðvín er líklega besti kosturinn mjög vel þroskað vín frá Spáni (Gran Reserva, t.d. frá Valdepeñas).
– grænmetisréttir: Miðjarðarhafsvín með grenache eiga oft mjög vel við, t.d. Côtes du Rhône eða Languedoc-vínin, eða nero d‘avola, primitivo eða negroamaro frá S-Ítalíu

- Auglýsing -

Umsjón / Dominique Plédel Jónsson
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -