• Orðrómur

Þráinn Freyr gefur út matreiðslubók: „Bráðnauðsynlegt að halda áfram að læra og þroskast“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður er vel þekktur innan matreiðslugeirans og hjá áhugafólki um góðan mat og veitingastaði. Þráinn Freyr hefur komið víða við, rekið veitingastaði og veisluþjónustu, þjálfað kokkalandsliðið og staðið vaktina sjálfur á sínum stöðum þar sem hann sést sjálfur bera rétti á borð og spjalla við gesti. Eitt er hann þó að gera í fyrsta sinn núna, en matreiðslubókin Sumac fer í sölu um helgina.

„Það var alltaf á planinu að gefa út bók þegar Sumac yrði þriggja ára,“ segir Þráinn Freyr. „Bókin er í raun bara sagan á bak við Sumac og það góða starfsfólk sem hefur gert Sumac að Sumac.“

Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur ljósmyndirnar, Salka gefur út og mun bókin fást á sumac.is og í betri verslunum.

- Auglýsing -

Bókarkápan

Aðspurður segist Þráinn Freyr ekki hræddur við að gefa upp öll leyndarmál sín í bókinni, en hann er eigandi veitingastaðanna Sumac grill + drinks og Óx á Laugavegi, sem hafa átt miklum vinsældum að fagna frá opnun þeirra. Á þeim fyrri má finna marókóskan mat á meðan leyndasti veitingastaður landsins, Óx, býður upp á öðruvísi íslenskan gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópskra matargerðalist.

Sjá einnig: Meistarakokkur deilir uppskrift úr eldhúsinu

- Auglýsing -

En stendur til að opna fleiri veitingastaði í bráð?

„Nei ekki eins og staðan er í dag,“ segir Þráinn Freyr. „Ég rek líka Silfru á Ion Adventure hotel á Nesjavöllum. Og svo tökum við líka veislur út úr húsi ef þess er óskað.“

Lífið á Sumac, sjá Þráin Frey bak við borðið

- Auglýsing -

Þráinn Freyr er fyrrum þjálfari kokkalandsins. Og hann er nýkominn heim frá keppni í matreiðslukeppninni heimsþekktu Bocuse d´or sem fór fram í Tallin í Eistlandi. Þar þjálfaði Þráinn Freyr Sigurð Laufdal sem keppti fyrir íslands hönd, aðstoðarmaður hans var Gabríel Kristinn Bjarnason. Sigurður náði fjórða sæti í keppninni og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Sjá einnig: Sigurður í 4. sæti – Verðlaun fyrir besta fiskréttinn

„Nú hefst undirbúningur fyrir keppnina að ári sem fer fram 1. júní í Lyon í Frakklandi,“ segir Þráinn Freyr.

Einn af réttum bókarinnar
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Smæðin styrkleiki Íslands 

Ísland náði fjórða sæti í lokakeppninni í fyrra, erum við í toppklassa samanborið við aðrar þjóðir?

„Já við höfum verið að ná mjög góðum árangri síðustu ár bæði í Bocuse d´Or og kokkalandsliðunum,“ segir Þráinn Freyr, og bætir við að smæðin einkenni okkur helst.

„Smæðin er styrkleiki. Við þurfum ekki að fara langt til að nálgast þekkingu frá fyrrverandi keppendum, sem eru flestir á höfuðborgarsvæðinu. Við náum að halda allri þekkingunni innan okkar raða og erum dugleg í að leiðbeina næstu kynslóð og halda þeirri þekkingu sem þarf til að ná árangri. Við erum orðin mjög góð í að nýta þá peninga sem við höfum á rétta staði, engin yfirbygging.“

Það er ljóst að það er í nægu að snúast hjá Þráni Frey, en er það nauðsynlegt í starfinu?

„Kannski ekki nauðsynlegt en klárlega gefandi. Þetta snýst allt um mat og þegar þú hugsar um matreiðslu alla daga þá heldur það þér á tánum og frjóum,“ segir hann og segir það nauðsynlegt að halda áfram að læra, bæta sig og prófa eitthvað nýtt. „Það er bráðnauðsynlegt að staðna ekki og halda áfram að læra og þroskast.“

Einn af réttum bókarinnar
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

COVID mun á endanum verða jákvætt

Veitingabransinn hefur svo sannarlega fengið að finna fyrir áhrifum kórónuveirufaraldursins, og rekstur þeirra flestra verið þungur á þessu ári, staðir hafa þurft að aðlaga sitt að reglum sóttvarnayfirvalda, stytta opnunartíma, loka tímabundið eða alfarið. Finnst þér stjórnvöld vera að leggja sitt af mörkum til að hjálpa veitingageiranum?

„Já síðasti stuðningspakki mun gera mikið fyrir minni veitingastaði og fyrirtæki, en spurning með þau fyrirtæki sem eru með fleiri starfsmenn en 50, þau eru kannski ekki að fá hlutfallslega eins mikla hjálp,“ segir Þráinn Freyr. Hann segist hafa fundið fyrir stuðningi og samkennd sinna viðskiptavina.

„Það hafa allir reynt sitt besta að versla við sína veitingastaði sem er jákvætt og hvet ég alla til að halda því áfram og styðja við sinn uppáhalds veitingastað,“ segir Þráinn Freyr. „Það hefur verið mjög erfitt og tekið á að reka veitingastað á þessum tíma, en við sjáum fram úr þessu núna vonandi.

COVID mun á endanum verða jákvæð reynsla fyrir okkur, að dauðsföllum og veikindum undanskildum. Ef ég tek til dæmis fjármálahrunið þá hafði það mjög svo jákvæð áhrif á Ísland. Við lærðum að meta okkar eigin vörur og nýta okkar hráefni sem var alveg lífsnauðsynlegur snúningur á hugsun íslendinga. Sama mun gerast með COVID núna og betur í stakk búin fyrirtæki sem hafa lært að reka sig með meiri hagkvæmni.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -