• Orðrómur

Þurfa að sækja gestina á Land Rover-jeppa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kokkurinn Barði Páll Júlíusson segir það mikil forréttindi að fá að vinna á færeyska veitingastaðnum KOKS sem er með tvær Michelin-stjörnur. Starfið segir hann krefjandi en vel þess virði, enda er falleg náttúra alltumlykjandi, hráefnið eins ferskt og það gerist og mikill metnaður er lagður í skapa ógleymanlega upplifun fyrir gestina.

Landsvæðið sem KOKS stendur á er einstakt. „Fólk mætir í lítinn kofa sem stendur við vatn nærri veitingastaðnum. Þar berum við fram einn rétt og drykk. Svo skutlum við gestunum áfram á veitingastaðinn á stórum Land Rover-jeppa. Vegurinn að staðnum er hálfgerður fjallavegur, meðfram veginum rennur á og stundum flæðir yfir veginn og getur náð alveg upp að húddi bílsins þannig að það er ekki fært á venjulegum fólksbíl,“ útskýrir Barði. Hann segir þetta fyrirkomulag vera mikið ævintýri fyrir gesti KOKS.

Myndir/ Young Mee Rim

- Auglýsing -

Barði segir fólk koma hvaðanæva að úr heiminum til að heimsækja staðinn og margt fólk
leggi mikið á sig til að komast á áfangastað. „Sem dæmi, gerðist það árið 2019 þegar par kom til okkar alla leið frá Tókýó, beint til Færeyja. Þau lentu í Færeyjum um miðjan dag, borðuðu um kvöldið á KOKS, gistu um nóttina á hóteli og fóru svo heim um hádegi daginn eftir. Þannig að þau voru innan við sólarhring í Færeyjum. Þau komu í raun bara til að borða,“ segir Barði.

Lestu viðtalið við Barða í heild sinni í nýjasta Gestgjafanum og sjáðu fleiri myndir af þessum áhugaverða stað.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -