Tíu flott flugráð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér koma tíu góð ráð sem gott er að hafa í huga áður en haldið er í ferðalag erlendis. Þetta gerir flugið aðeins þægilegra.

 

  1. Gerðu ráðstafanir til að geta sofið. Vertu með teppi, höfuðpúða, augngrímu og heyrnartól. Hafðu símann fullhlaðinn og hlustaðu á róandi hljóðvarp eða rólega tónlist.<
  2. Ekki drekka áfengi fyrir flug og helst ekki meðan á fluginu stendur. Þeir sem vilja drekka í flugi ættu að passa að gera það í hófi og drekka einnig mikið vatn með.
  3. Drekktu mikið vatn, loftið í flugvélum getur verið þurrt.
  4. Vertu með eitthvað til að maula í flugtaki og lendingu eins og Ópal, myntu eða brjóstsykur.
  5. Ef ekkert afþreyingarkerfi er í vélinni er mikilvægt að vera með efni inni á símanum sínum eða í tölvunni. Munið að hafa öll tæki vel hlaðin. Í öllum nýrri vélum er hægt að hlaða tækin en þá verður að muna eftir hleðslutækjunum.
  6. Í lengra flugi er mikilvægt að hreyfa sig. Snúðu ökklunum reglulega, lyftu höndum og stattu upp í svolitla stund.
  7. Ef þú ert flughrædd/ur er mikilvægt að láta áhöfnina vita enda er hún sérþjálfuð í að veita aðstoð í slíkum tilvikum.
  8. Gott er að klæðast þægilegum hreinum fötum og flatbotna skóm og hafið í huga að sterk ilmvatnlykt getur verið óþægileg fyrir marga.
  9. Ef ferðast er á milli stórra tímabelta er gott að reyna að stilla sig strax inn á tímann sem er á áfangastaðnum, þetta skiptir minna máli þegar tímamismunurinn er 1-2 tímar.
  10. Í frekar stuttu flugi, reyni ég að borða fremur lítið til að geta heldur farið út að borða á góðum veitingastað á áfangastaðnum.
- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira