• Orðrómur

Tíu hugmyndir til að útbúa einfalda pastarétti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Pasta er bæði fljótlegt og fínlegt.

Pasta er afar þægilegt og gott hráefni að elda í dagsins önn enda tekur það stuttan tíma, er ódýrt og fyllir maga okkar vel. Hollast er að nota heilhveitipasta en hvítt pasta í hóflegu magni er ekki alslæmt. Margir hlauparar og fjallgöngumenn neyta pasta þar sem það gefur góða og jafna orku í langan tíma. Pasta er hægt að elda á óteljandi vegu en hér eru nokkrar afar einfaldar og fljótlegar hugmyndir.

1. Ostur – rífið parmasean-ost yfir heitt pastað, kryddið með pipar og salti. Þennan einfalda pastarétt elska flest börn.

2. Hvítlaukur – setjið smátt skorinn hvítlauk ásamt olíu á pönnu og látið malla í 2-3 mínútur. Hellið soðnu pastanu á pönnuna með 1-2 msk. af soðvatninu saman við, kryddið með pipar og salti. Smátt skorið chili-aldin og steinselja passar vel með.

- Auglýsing -

3. Pestó – blandið grænu pestói saman við soðið pasta. Gott er að rista og saxa nokkrar pekanhnetur og blanda saman við. Kryddið með pipar og salti.

4. Kirsuberjatómatar – steikið kirsuberjatómata í ólífuolíu og smjöri á pönnu með timían, steinselju eða basilíku í u.þ.b. 5-8 mínútur. Látið soðið pasta á pönnuna með 1-2 msk. af soðvatni. Kryddið með pipar og salti. Gott er að mylja fetaost yfir í lokin.

5. Smurostur – steikið á pönnu gróft skorinn lauk og papriku í nokkrar mínútur. Bætið skinkustrimlum saman við og steikið í 1 mínútu. Hellið soðnu pasta saman við ásamt 1-2 msk. af soðvatninu. Látið ½ piparost saman við og bræðið. Kryddið með salti.

- Auglýsing -

6. Egg – Sjóðið nokkur egg í u.þ.b. 5-6 mínútur. Hitið olíu á pönnu og steikið skorinn spergil ásamt smátt söxuðum hvítlauki. Hellið soðnu pasta út á pönnuna, kryddið með pipar og salti. Látið pasta á disk og sáldrið fetaosti eða rifnum parmasean-osti yfir. Látið eggin ofan á pastað. Skreytið með kryddjurtum að eigin vali.

7. Sveppir – steikið smátt skorinn hvítlauk og kastaníusveppi í smjöri og olíu, bætið við 200 g af spínati og steikið í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og salti. Bætið 1 dl af rjóma út á pönnuna og setjið soðið pasta út í. Berið fram með rifnum parmasean-osti og saxaðri basilíku.

8. Tómatsósa – til er mikið úrval af góðum tilbúnum tómatsósum sem einfaldlega þarf að hita og hella yfir soðið pasta. Það tekur ekki langan tíma að steikja lauk og nautahakk og bæta við og þá er komið spagettí bolognese. Kryddið með pipar og salti.

- Auglýsing -

9. Sítróna – steikið 4 smátt skorna hvítlauksgeira í ólífuolíu og smjöri í 2-3 mínútur. Hellið soðnu pasta saman við og bætið við 3 msk. af saxaðri steinselju, 2 tsk. af sítrónuberki og safa úr ½ sítrónu. Blandið vel saman og rífið parmasean-ost yfir. Kryddið með pipar og salti.

10. Salat- helltu hvítlauksolíu yfir soðið og kælt pasta. Blandaðu ólífum, kirsuberjatómötum, rauðlauki, fetaosti harðsoðnum eggjum og kryddjurtum saman við og kryddaðu vel með pipar og salti.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -