• Orðrómur

Tíu sælkeravörur til að kom með heim frá Lundúnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lundúnir er sennilega sá staður sem Íslendingar ferðast hvað oftast til enda mikið framboð af flugi til borgarinnar. Lundúnir iða af mannlífi og sælkerar sækja gjarnan borgina heim enda úrvalið af matsölustöðum gríðarlegt.

Sælkerabúðir eru líka víða, bæði stórar og smáar, og alltaf er gaman að taka eitthvað með sér heim úr ferðalaginu fyrir bragðlaukana. Stóru búðirnar sem áhugavert er að fara í eru Fortnum & Mason, 181 Piccadilly, Harrods, 87-135 Brompton Road, Knightsbridge, Selfridges & Co, 400 Oxford Street og svo Marks & Spenser sem er víða um borgina en stærsta búðin þeirra er á 458 Oxford Street. Waitrose-matvöruverslanir leggja áherslu á breskar vörur og þær eru víða.

Stilton ostur.

1. Stilton-ostur. Hann er algert lostæti, um er að ræða blámygluost úr kúamjólk sem gerður er með sama myglusveppi og franski Roquefort-osturinn. Einnig er hægt að fá hann púrtvínsleginn, t.d. frá Harrods.

- Auglýsing -

2. Te og meira te. Englendingar kunna að meta og gera gott te. Hér eru nokkrar búðir þar sem hægt er að fá úrvalste: The Tea House London, 15 Neal Street, Covent Garden, Postcard Teas, 9 Dering St, Mayfair, Fortnum & Mason og fyrir þá sem komast ekki til Parísar þá er að finna frægustu tebúð Parísar, Mariage et Frères, í kjallaranum í Selfridges.

Kexkökur.

3. Kexkökur, „shortbread“ og „biscuits“. Bretar elska kex og hægt er að fá mikið af fallegum boxum með fjölbreyttu úrvali af kexkökum. Fortnum & Mason, Harrod´s, Marks & Spenser og Selfridges eru með mikið og gott úrval af kexi.

- Auglýsing -

4. Fudge, mjúk konfektkaramella. Fudge-karamellur er hægt að fá víða um borgina en við mælum með verslunum eins og Selfridges, Harrods og Marks & Spenser.

5. Sultur. Bretar gera góðar sultur. Hedgerow, blönduð sulta frá Marks & Spenser. Handgerð stikilsberjasulta frá Selfridges og lífræn rifsberjasulta frá Duchy Originals frá Waitrose. Einnig fást afbragðssultur hjá Fortnum & Mason og víðar.

Sítrónusmjör.

- Auglýsing -

6. Sítrónusmjör. Það er búið til úr smjöri, eggjum, sykri og sítrónu og notað á kökur, skonsur og brauð.Við mælum með Seriously Zesty lemon curd frá Waitrose, Duchy Sicilian lemon curd einnig frá Waitrose og Lemon curd frá Fortnum og Mason. Fleiri verslanir selja sítrónusmjör, passið að lesa á miðann því alvörusítrónusmjör á að innihalda smjör.

7. Cheddar-ostur. Hann er heldur feitur og harður og í hann er notuð kúamjólk. Það er alveg þess virði að stinga einum slíkum niður í töskuna. Hægt er að fá gæða cheddar-osta t.d. í Waitrose, Marks & Spenser og Selfridges.

8. Sælgæti. Bretar gera gott sælgæti og sérstaklega eru þeir góðir í myntum og brjóstsykri. Víða við Oxford Street er að finna skemmtilega sælgætisbúðir sem gleðja augað.

Mjúkar konfekt-karamellur eru ómótstæðilegar.

9. Súkkulaði. Nokkuð gott úrval af gæðasúkkulaði er að finna í borginni. Þægilegast er að fara í stóru verslanirnar eins og Harrods og Selfridges. Hér eru nöfn á nokkrum góðum súkkulaðibúðum: William Curley, Harrod´s, Artisan du Chocolat, 81 Westbourne Grove, Notting Hill, Paul.A.Young 143 Wardour Street, Soho, og Melt á 59 Ledbury Road, Notting Hill.

10. Gin. Það barst Bretum á 17. öld og hafa þeir bæði drukkið það og framleitt síðan. Gin er bruggað úr korni og bragðbætt með einiberjum sem gefur því skemmtilegt bragð. Frægustu tegundirnar eru sennilega Gordon´s og Beefeater. Margar tegundir eru bragðbættar og gaman er að fara í víndeildina í Selfridges eða Harrods og kaupa eitthvað spennandi!

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -