• Orðrómur

Tómat- og kapers-linguine með þistilhjörtum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skemmtileg útfærsla á hinu hefðbundna tómat spagettí.

Sjóðið pastað þar til það er al dente.

Tómat- og kapers-linguine með þistilhjörtum er bæði fljótlegur og einfaldur pastaréttur; skemmtileg útfærsla á hinu hefðbundna tómat spagettí með parmesan osti þar sem þistilhjörtun og kapersinn koma með ný brögð. Það má alltaf skipta úr linguine fyrir spagettí og eins mætti nota heilveitipasta til að auka trefjarnar.

Tómat- og kapers-linguine með þistilhjörtum (15 mínútur)
fyrir 4

- Auglýsing -

Hér er hægt að skipta út linguine-pasta fyrir spagettí.
400 g linguine-pasta
1 msk. ólífuolía
425 g tómat-passata í krukku
6 tsk. kapers
börkur af ½ sítrónu, rifinn
1 box kokteiltómatar
1 krukka þistilhjörtu í olíu
1 hnefafylli af ferskri basilíku, blöðin tekin af greininni
parmesanostur

Sjóðið pastað þar til það er al dente punktana. Hitið 1 msk. af ólífuolíu á miðlungspönnu og hellið tómat-passata- sósunni ásamt kapers á pönnuna. Gott er að skola kapersinn undir köldu vatni í sigti áður. Rífið niður börk af ½ sítrónu út á tómatsósuna og smakkið til með salti og pipar. Skerið kokteiltómatana í tvennt og sigtið þistilhjörtun frá olíunni og skerið í grófa bita og blandið, ásamt kokteiltómötunum, saman við tómatsósuna. Setjið basilíkulaufin saman við.

Þegar pastað er soðið er það sigtað frá vatninu og blandað saman við tómatblönduna á pönnunni. Berið pastað fram með rifnum parmesanosti.

- Auglýsing -

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -