Trefjarík og full af C-vítamíni

Deila

- Auglýsing -

Þó okkur finnist það skrítið þá eru epli af rósarætt og til eru yfir 7500 afbrigði af þeim. Fjölmargar eplategundir eru fluttar til landsins í dag og sífellt má sjá fleiri tegundir í matvöruverslunum landsins. Litur, lögun, bragð, áferð og uppskerutími er mismunandi eftir tegundum. Einnig er mismunandi hvernig best er að geyma hverja tegund fyrir sig til þess að halda gæðunum sem lengst og hvaða tegund er best til matargerðar og svo framvegis, en epli þroskast 6-10 hraðar við stofuhita en í kæli. Epli eru trefjarík og innihalda mikið af C vítamíni. Þau eru fitulaus og laus við kólesteról. Eitt meðal epli inniheldur um 80 kaloríur.  Best er að velja litmikið epli án bletta. Ef ýtt er með fingrinum í eplið og það gefur eftir er það mjölmikið og hentar því oftast betur í bakstur eða til matargerðar.

 

- Advertisement -

Athugasemdir