Uppskeruhandbók Gestgjafans hefur rokið út síðan hún kom út í byrjun mánaðar enda er bókin stútfull af fróðleik og frábærum uppskriftum. Uppskeruhandbókin er uppseld hjá útgefanda en örfá eintök eru eftir í helstu verslunum.
Í bókinni finnur þú uppskriftir að ljúffengu sætmeti á borð við bakaða berjaostaköku og brúnkur með berjum, auk þess eru nokkrar sultur og sætar sósur en berjatíminn fer nú í hönd. Í blaðinu eru einnig áhugaverð viðtöl.
Hér deilum við einni góðri uppskrift sem leynist í blaðinu.
BLÖNDUÐ BERJASULTA
2-3 meðalstórar krukkur
400 g jarðarber
100 g rifsber
200 g brómber
250 g sykur
200 g hrásykur
5 cm fersk engiferrót, mjög fínt rifin
1 tsk. kardimommuduft
2 msk. sítrónusafi
1 ½ msk. sultuhleypir
Hreinsið og snyrtið berin og skerið jarðarberin niður fremur gróft. Setjið allt hráefnið í pott, látið suðuna koma upp og sjóðið í u.þ.b. 2-3 mínútur.
Lækkið þá aðeins hitann og sjóðið áfram í u.þ.b. 10 mínútur, bætið sultuhleypinum saman við og sjóðið áfram í u.þ.b. 2-3 mínútur. Ber eru misjöfn og þurfa mismunandi tíma.
Hellið sultunni í sótthreinsaðar krukkur, passið að fylla þær vel. Setjið lokið á og látið krukkurnar standa á eldhúsborðinu þar til miðja loksins hefur sogast niður.
Nældu þér í eintak af þessari eigulegu og gagnlegu handbók sem er prýdd sérlega fallegum myndum.