Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Bakað úr maísmjöli: maísbrauð – arepas

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maísmjöl er frekar fínkornað mjöl sem unnið er úr maískorni. Það er mjög algengt í Suðurríkjum Ameríku en einnig í Afríku, og Ítalir nota það í polentugerð. Á Íslandi er lítil hefð fyrir notkun þess en við þekkjum það einna helst í gegnum mexíkóska matargerð því maísmjöl er notað í tortillur og tacos og svo í ýmiskonar snakk sem við getum keypt í stórmörkuðunum.

Maísmjölið sem ég notaði í brauðin fékk ég í Afrísku búðinni í Efra-Breiðholti, Afrozone, en samskonar tegund fæst einnig í búðinni Fisku og Mai Thai og eflaust einhverjum fleiri búðum. Best er að nota svokallað Masa-maísmjöl í brauðgerð, eins og þessa sem hér er gerð, slíkt mjöl er einnig notað í tortillugerð.

Oftast þarf að leggja leið sína í sérbúðir til að finna það en það er alveg þess virði, svo er líka gaman að hvíla sig frá hveitinu og nota eitthvað annað í staðinn og kynnast hefðum og annarri matarmenningu í leiðinni.

Maísbrauð – arepas
8-10 stykki

Arepas eru brauð sem eiga rætur að rekja til Venesúela og Kólumbíu og eru mjög vinsæl þar. Ég þekki unga stelpu sem fór sem skiptinemi til Venesúela og segir hún að brauðin séu nær undantekningalaust borin fram með öllum mat.

Annaðhvort eru brauðin skorin eins og pítubrauð og álegg sett inn í brauðin eða eitthvað er sett ofan á þau. Við fylltum þau með salati, avókadó, skinku, lauk, tómötum og chili-majónessósu og kom það vel út en hægt er að fylla þau með hverju sem er.

500 ml heitt vatn
1 tsk. salt
250 g  P.A.N hvítt masa-maísmjöl eða Ma Se Ca
olía til að steikja upp úr

- Auglýsing -

Blandið vatni og salti saman og hrærið þar til saltið leysist upp. Blandið maísmjölinu saman við í skömmtum og vinnið með höndunum þar til deigið verður að frekar mjúku og blautu deigi.

Skiptið því í 8 hluta á stærð við gólfkúlur og fletjið út í litlar kökur sem eru um 1 cm að þykkt. Steikið á t.d. pönnukökupönnu í 4-5 mín. á hvorri hlið við meðalhita eða þar til kakan er orðin gullinbrún að lit.

Hægt er að nota brauðin sem samlokur, grunn í pítsubotn eða eins og pítubrauð og fylla með allskonar fyllingum eins og gert er hér.

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -