2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Brúnkur gera daginn betri

Brúnkur eða brownies komu fyrst fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum við lok 19. aldar. Sagan segir að húsmóðir hafi ætlað að baka fyrir gestina en ekki átt lyftiduft og því þurft að leika af fingrum fram í eldhúsinu. Úr varð þetta vel þekkta, dísæta bakkelsi sem er einhvers staðar á milli þess að vera kaka og kex – og ómótstæðilega gott í öllum sínum fjölmörgu útfærslum.

Myntubrúnkur

Brúnkur þurfa síður en svo að vera ferkantaðar og hægt að nota stór piparkökuform til að gera þær ýmist hring- eða hjartalaga svo eitthvað sé nefnt. Notið afskurðinn í ávaxtaeftirrétti með ís eða þeyttum rjóma. Skemmtileg tilbreyting við þessa uppskrift væri að nota annars konar fyllt súkkulaði, til dæmis með karamellufyllingu.

200 g suðusúkkulaði

AUGLÝSING


250 g smjör
60 g hveiti
80 g kakó
320 g sykur
4 egg
100 g piparmyntufyllt súkkulaði

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaði og smjör saman, annaðhvort í potti við mjög vægan hita eða í örbylgjuofninum. Hrærið hveiti, kakó og sykur vel saman við. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli þar til deigið er samfellt og glansandi. Smyrjið litla ofnskúffu og klæðið hana með bökunarpappír. Setjið helminginn af deiginu í ofnskúffuna og raðið bitum af piparmyntufyllta súkkulaðinu ofan á. Jafnið afganginum af deiginu ofan á og bakið í 25-30 mínútur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum