2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dásamlegur risotto-réttur með sveppum

Risotto er skemmtilegur og matarmikill réttur sem auðvelt er að útfæra á marga vegu þar sem grunnurinn er alltaf sá sami.

Hægt er að nota hann bæði sem aðalrétt og sem meðlæti. Rétturinn á rætur sínar að rekja til Norður-Ítalíu. Best er að nota sérstök risotto-grjón, t.d. aborio-grjón, þau eru styttri og þykkari en þessi hefðbundnu.

RISOTTO MEÐ SVEPPUM OG VILLISVEPPUM

Hér má nota 1 tsk. truffluolíu til að dreifa yfir í lokin ef gera á sérlega vel við sig. Hægt er að nota tilbúið kjúklingasoð eða byrja á að búa það til úr vatni og kjúklinga- eða nautakrafti í sér potti. Hafið soðið tilbúið í potti og haldið því nálægt suðumarki.

50 g villisveppir
2 msk. ólífuolía
1 laukur, saxaður
100 g sveppir, sneiddir
3 ¾ dl risotto-grjón
1 l nautasoð
1 msk. smjör
1 dl rifinn parmesanostur
salt pipar
sítrónusafi, eftir smekk

AUGLÝSING


Leggið villisveppina í bleyti í u.þ.b. 25 mín. áður en þeir fara út í risotto-ið. Hitið ólífuolíu á stórri pönnu eða potti sem má steikja í. Setjið laukinn og venjulgu sveppina á pönnuna og látið krauma í u.þ.b. 2 mín. Bætið hrísgrjónunum út í olíuna og hrærið í þeim með trésleif í um það bil tvær mínútur. Hellið einni til tveimur ausum af heitu soðinu yfir hrísgrjónin og bætið villisveppunum út í og látið vökvann sjóða niður. Endurtakið þetta þar til hrísgrjónin eru tilbúin, það tekur u.þ.b. 20 mínútur. Gott er að smakka grjónin reglulega til að vera viss um að þau séu hvorki of lin né hörð, þá má hætta að bæta soðinu við, en ef soðið klárast og grjónin eru enn með hörðum kjarna má nota svolítið sjóðandi vatn í lokin. Bætið rifna parmesanostinum og smjörinu.
Bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa eins og hver vill. Bætið rifna parmesanostinum og smjörinu.
Bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa eins og hver vill. Látið að lokum risotto-ið standa i lokuðum potti í 3-4 mín. Þetta er mikilvægt til að það dragi í sig ostinn og verði alveg fullkomið.

Umsjón/Theódór Gunnar Smith
Myndir/Ernir Eyjólfsson
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum